Fleiri fara á yfirverði og hækkanir komnar fram úr launaþróun Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 10:42 14,3 prósent nýrra íbúða seldust á yfirverði í júní. Vísir/Vilhelm Framboð auglýstra íbúða heldur áfram að dragast saman á höfuðborgarsvæðinu og nemur samdrátturinn nú um 60 prósentum á einu ári. Meðalsölutími íbúða styttist enn og hefur aldrei verið styttri. Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira