Fótbolti

Sjáðu mörkin er Blikar féllu úr leik í Skot­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Eyjólfsson skoraði mark Breiðabliks í Skotlandi. Hann skoraði tvö af þremur mörkum Blika í einvíginu gegn Aberdeen.
Gísli Eyjólfsson skoraði mark Breiðabliks í Skotlandi. Hann skoraði tvö af þremur mörkum Blika í einvíginu gegn Aberdeen. Mark Scates/Getty Images

Breiðablik tapaði með eins marks mun gegn Aberdeen í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Aberdeen vann einvígið samtals 5-3 en Blikar stóðu svo sannarlega upp í hárinu á einu besta liði Skotlands.

Það var ljóst fyrir leik að róðurinn yrði erfiður fyrir Blika eftir naumt 2-3 tap á heimavelli í fyrri leik liðanna. Þar skoruðu Skotarnir ef til vill full ódýrt mark eftir fast leikatriði, eitthvað sem Breiðablik passaði sig vel á að myndi ekki gerast í leiknum í Skotlandi.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust heimamenn yfir. Breiðablik var óheppið í varnarleik sínum og heimamenn refsuðu. Leikmenn Blika svekkja sig eflaust á því sem og færunum sem fóru forgörðum í fyrri hálfleik en liðið hefði getað komist yfir í leiknum. 

Þá var Jason Daði Svanþórsson einkar sprækur og ekki að sjá að hann hefði verið að spila í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Ryan Hedges kom Aberdeen yfir en Gísli Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Blika. Hedges var hins vegar aftur á ferðinni tuttugu mínútum fyrir leikslok og tryggði Aberdeen 2-1 sigur í leiknum og þar með 5-3 samtals í einvíginu.

Klippa: Aberdeen 2-1 Breiðablik

Tengdar fréttir

Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×