Stór áfangi í loftslagsaðgerðum Christoph Gebald skrifar 13. ágúst 2021 10:00 Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl. Með þessari lofthreinsistöð, sem ber nafnið Orca, er föngun og förgun koldíoxíðs úr andrúmslofti tekin á næsta stig með því að samnýta loftsugutækni Climeworks og förgunartækni Carbfix til að breyta CO₂ í stein neðanjarðar. Á undanförnum árum hefur verið mikil og hröð nýsköpun á sviði loftslagsaðgerða og hafa ýmis áhugaverð tilraunaverkefni verið í þróun. Nú erum við tilbúin fyrir næsta áfanga sem felur í sér að stórauka og efla þessa starfsemi. Við byrjuðum á að fanga nokkur milligröm en á síðustu 3-4 árum höfum við náð að 80-falda koldíoxíðsföngun okkar á hverju ári. Orca mun fanga 4.000 tonn af CO₂ á ári og verður þar með, í gegnum beina loftföngun og förgun, stærsta loftslags-bætandi stöð sem byggð hefur verið á heimsvísu. Stefnt er að því að fyrir lok þessa áratugar verði hægt að fanga fleiri milljónir tonna CO₂ úr andrúmslofti og er Orca meginforsenda þess að það verður hægt. Með hinni framsæknu tækni Climeworks og í samstarfi við íslensku samstarfsaðilana okkar, Carbfix og Orku náttúrunnar, er fundin ein áhrifaríkasta leiðin til að stöðva loftslagsbreytingar. Saman getum við virkilega skipt sköpum. Svissneskt-íslenskt samstarf Að snúa loftslagsbreytingum við er sannarlega verkefni sem skiptir alla heimsbyggðina máli. Carbfix hefur sýnt fram á að yfir 95% þess CO₂ sem fangað er og dælt ofan í jörðina með þeirra tækni, breytist í stein á innan við tveimur árum. Þau 5% sem eftir standa steingerast stuttu síðar. Carbfix, líkt og Climeworks, byggir á sterkum vísindalegum grunni og getur mælt og greint það CO₂ sem dælt er niður, en það er lykilforsenda þess að hægt sé að sannreyna að koldíoxíðinu hafi verið fargað varanlega og á öruggan hátt. Samstarf okkar og Carbfix nær aftur til 2017 þegar við þróuðum tilraunstöð í loftföngun og -förgun, Arctic Fox, í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Samnýting framúrskarandi tæknilausna bæði Climeworks og Carbfix hefur reynst afar árangursrík. Jarðhitagarður ON hefur skapað fullkomnar aðstæður fyrir vöxt og þróun þessarar nýsköpunar, en ON hefur lagt til hita og rafmagn, með lítil kolefnisspor, sem þarf til að starfrækja Climeworks stöðina. Allar loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar Til að ná markmiðum í loftslagsmálum þurfum við ekki einungis að draga stórkostlega úr útblæstri; við þurfum líka að fjarlægja koldíoxíð úr lofti á virkan hátt. Bein loftföngun og förgun er ein þeirra lausna sem mestar vonir eru bundnar við til að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmslofti. Tækni Climeworks er einstök því hún byggir á einingum og er sveigjanleg, krefst lítils landsvæðis og ógnar því ekki matvæla- eða vatnsöryggi. Lausnin er varanleg og hægt er að sannreyna förgunina með einföldum hætti. Samvinnu okkar er ætlað að snúa loftslagsbreytingum við og mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum stolt af Orcu því hún er stórt skref í þessa átt og hið fyrsta af mörgum! Höfundur er annar tveggja stofnenda og framkvæmdastjóra Climeworks.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun