Gríska undrið fékk kveðju frá átrúnargoðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2021 09:00 Giannis ætlaði sér ekki alltaf að verða körfuboltamaður. Jonathan Daniel/Getty Images Giannis Antetokounmpo, gríska undrið, varð í vor meistari í NBA-deildinni í körfubolta með liði sínu Milwaukee Bucks. Hann vildi þó á sínum tíma alltaf verða atvinnumaður í fótbolta en faðir hans spilaði fótbolta þegar Giannis var ungur. Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER
Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti