Fótbolti

Mikael Anderson spilaði sinn fyrsta leik eftir að hafa fengið veiruna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Anderson í leiknum gegn Atalanta í síðustu viku.
Mikael Anderson í leiknum gegn Atalanta í síðustu viku. Jonathan Moscrop/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson kom inn á sem varamaður í 2-0 útisigri Midtjylland gegn Sønd­erjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mikael var að spila sinn fyrsta leik í tæpan mánuð eftir að hann greindist með kórónaveiruna.

Júnior Brumado kom Midtjylland yfir strax á fjórðu mínútu áður en hann fékk beint rautt spjald eftir hálftíma leik.

Mikael Anderson kom inn á eftir 78 mínútna leik ásamt Viktor Lund sem skoraði seinna mark liðsins rétt fyrir leikslok, þrátt fyrir að vera manni færri.

Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður fyrir Sønd­erjyskE eftir rúmlega klukkutíma leik, en liðið situr nú í níunda sæti deildarinnar. Midtjylland er hinsvegar á toppnum með 12 stig eftir fimm leiki.


Tengdar fréttir

Mikael greindist með Covid-19

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×