Sport

Solskjær um Bruno Fernandes eftir sigurinn: „Nauðsynlegt að vera hrokafullur“

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Paul Pogba og Bruno Fernandes voru frábærir í dag
Paul Pogba og Bruno Fernandes voru frábærir í dag AP Photo/Jon Super

Ole Gunnar Solskjaer þjálfari Manchester United var að vonum virkilega ánægður með 5-1 sigurinn á Leeds.

Rio Ferdinand var á vellinum fyrir Sky sjónvarpsstöðina og tók Ole Gunnar tali eftir leikinn og spurði hann sérstaklega um Bruno Fernandes sem skoraði þrennu í dag.

Bruno er fyrst og fremst áhættusækinn, hann er United maður og hann er sóknarmaður. Ef þú ætlar að vera sóknarmaður hjá Manchester United þá verðurðu að hafa ákveðið sjálfstraust, ákveðinn hroka og þora að taka áhættur. Við viljum að framliggjandi leikmennirnir okkar taki sénsa

Ole Gunnar talaði líka vel um Paul Pogba sem fékk að sögn þjálfarans aukið frelsi á miðjunni til þess að athafna sig:

Ég er búinn að þekkja Paul síðan hann var strákur og þekki karakterinn hans vel. Í dag átti hann bara að fara út á völl og skemmta sér. Hann fékk frjálsara hlutverk en oft áður og átti bara að finna boltann eins mikið og hann gat. Paul er leikmaður sem getur búið til hluti upp úr engu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×