Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2021 14:15 Roberto Firmino og Fabinho gætu misst af stórleikjum með Liverpool vegna sóttvarnareglna í Englandi. Vísir/Getty Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Daily Mail greinir frá málinu og segir að það sé til komið þar sem FIFA breytti reglum sínum um að lið gætu meinað leikmönnum að fara í landsliðverkefni ef þeir sæju fram á að þurfa að vera í sóttkví þegar þeir sneru aftur til Englands. Landslið frá Suður-Ameríku munu leika þrjá landsleiki í landsleikjahléunum í september og október en leikjaglugginn var lengdur til að koma fyrir aukaleik sem var frestað vegna svipaðrar stöðu í mars síðastliðnum. Jurgen Klopp þjálfari Liverpool sagði þá að hann myndi ekki hleypa leikmönnunum í landsliðsverkefni. Roberto Firmino skoraði gegn Norwich í gær.Vísir/Getty Brasilía hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir leikina í september en auk tríósins frá Liverpool eru leikmenn í hópnum frá öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Fred leikmaður Manchester United, Rapinha leikmaður Leeds, Thiago Silva frá Chelsea, Richarlison leikmaður Everton og þeir Ederson og Gabriel Jesus leikmenn Manchester City. Í fyrri landsleikjahléum á þessu ári setti FIFA tímabundnar reglur um að lið gætu neitað landsliðum um leikmenn ef þeir þyrftu að fara í fimm daga eða lengri sóttkví við heimkomu. Talsmaður FIFA hefur staðfest að þessi regla verði ekki lengur í gildi. Þar sem Brasilía og Argentína eru á rauðum lista yfir þjóðir vegna heimsfaraldursins þurfa leikmenn sem ferðast til þessara landa að fara í 10 daga sóttkví þegar þeir snúa aftur til Englands. FIFA á í viðræðum við knattspyrnusambönd í Evrópu en ef þessar reglur verða ennþá í gildi í október eiga Firmino, Alisson og Fabinho á hættu að missa af stórleik Liverpool gegn Manchester United þar sem sóttkví þeirra lyki degi áður en flautað verður til leiks.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Mo Salah í stuði þegar að Liverpool vann Norwich Mohammed Salah leikmaður Liverpool átti virkilega góðan leik í dag þegar að Liverpool opnaði tímabilið sitt í ensku úrvalsdeildinni með fínum sigri á Norwich City 3-0. 14. ágúst 2021 18:30