Fótbolti

Jón Dagur og félagar enn í leit að fyrsta sigrinum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson AGF
Jón Dagur Þorsteinsson AGF Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í AGF hafa ekki byrjað vel í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir FCK í 5.umferð deildarinnar.

Jón Dagur hóf leik á varamannabekknum en kom inná á 72.mínútu en þá var staðan orðin 1-3.

AGF er í næstneðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins innbyrt tvö stig. Er AGF því eitt þriggja liða í deildinni sem enn eru án sigurs en Vejle og stórlið Bröndby eru sömuleiðis án sigurs í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×