Enski boltinn

Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo. vísir/Getty

Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Tottenham vann 1-0 sigur þar sem Son Heung Min skoraði eina mark leiksins.

„Mér fannst þetta góður leikur hjá okkur. Andrúmsloftið á vellinum var sérstakt og það skilaði leikmönnum aukinni orku.“

„Við vissum að þetta yrði erfitt og eftir fyrstu 20 mínúturnar í leiknum náðum við að gera betur og í kjölfarið fengum við fleiri marktækifæri. Við kláruðum sóknirnar okkar þó ekki nógu vel,“ sagði Santo í leikslok.

Hann tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham í sumar og er spenntur fyrir framhaldinu. Hann virðist reikna með Kane í framtíðaráformum sínum.

„Ég er viss um að við munum verða gott lið, með alla þessa hæfileika sem við höfum innanborðs. Við erum að byggja upp lið og ég er að læra á hópinn á hverjum degi,“

„Harry Kane er einn besti leikmaður heims. Við erum mjög heppin að hafa hann. Hann þarf að gera sig kláran til að geta hjálpað liðinu,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×