Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Harry Kane hefur verið að hugsa um Manchester City í allt sumar. EPA-EFE/John Sibley Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Sjá meira
Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley Sjá meira
Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00
Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30