Popovich sendi gagnrýnendum tóninn: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2021 17:01 Gregg Popovich stýrði liði sínu til sigurs á Ólympíuleikunum. Gregory Shamus/Getty Images Eftir óvænt töp í aðdraganda Ólympíuleikanna sem og fyrsta leik á leikunum sjálfum var umræðan í kringum bandaríska landsliðið í körfubolta ekki jákvæð. Gregg Popovich, þjálfari liðsins, sendi spekingum tóninn í ræðu sem hann hélt inn í klefa eftir að Bandaríkin höfðu tryggt sér gullið. Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“ Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira
Bandaríska landsliðið hóf undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana skelfilega. Töp gegn Nígeríu og Ástralíu sendu samfélagsmiðla á hliðina. Bandaríska liðið var ekki klárt, stjörnur NBA-deildarinnar eiga erfitt þegar það eru ekki NBA-dómarar að dæma og þar fram eftir götunum. Þessi umræða varð enn hærri er Bandaríkin töpuðu fyrir Frakklandi í fyrsta leik Ólympíuleikanna sem fram fóru í Tókýó í Japan að þessu sinni. Eftir tapið gegn Frökkum fór bandaríska liðið hins vegar á flug og hefndi fyrir tapið er liðin mættust á nýjan leik í úrslitum, lokatölur 87-82 Bandaríkjunum í vil og gullið því þeirra fjórðu leikana í röð. JaVale McGee, leikmaður Phoenix Suns og bandaríska landsliðsins, heldur úti Youtube-rás og tók saman myndband sem sýndi allt það helsta frá leikunum. Þar á meðal var ræðan sem Popovich hélt eftir að gullið var komið í hús. Gregg Popovich Gold Medal Speech: pic.twitter.com/ulpxpYPznJ— Noah Magaro-George (@N_Magaro) August 16, 2021 „Það er heiður að tala við hóp af Ólympíumeisturum. Ég er mjög lánsamur að hafa fengið tækifæri til að starfa með ykkur öllum, með starfsliðinu, við höfum farið í gegnum mikið saman. Eftir allar þær hindranir sem þið hafið farið í gegnum, hugrekki ykkar og þrautsegja skein í gegn.“ „Í upphafi var fólk að spyrja af hverju hinn og þessi væru í liðinu. Það spurði af hverju fór hann ekki með, hvar er þessi, þú hefðir átt að taka þennan með. Allir þessir sérfræðingar, fólk sem heldur að það viti eitthvað.“ „Síðan byrjum við á því að vera flengdir í fyrsta leik eftir að hafa aðeins tekið nokkrar æfingar saman, þá kom gagnrýnin upp á nýjan leik.“ „Þið fóruð í gegnum þetta allt. Það er ástæðan fyrir því að ég er stoltur að vera hluti af þessari heild. Þetta er besta tilfinning sem ég hef fengið á körfuboltaferlinum“ sagði hinn 72 ára gamli Popovic og röddin var við það bresta. „Ég vill því bara segja við allt fólkið þarna úti: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna?“
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira
Durant lykillinn að sextánda gulli Bandaríkjanna Bandaríkin urðu í nótt Ólympíumeistarar í körfubolta karla í sextánda sinn. Lið þeirra náði fram hefndum gegn liði Frakka, sem þeir töpuðu fyrir í fyrsta leik sínum á mótinu. 7. ágúst 2021 09:31