Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2021 21:01 Daníel Isebarn Ágústsson er lögmaður Öryrkjabandalagsins. egill aðalsteinsson Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt. „Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Innlent Fleiri fréttir „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Sjá meira
„Mamma ég veit þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið ég er svo hræðilega vondur. Mig langar bara að deyja ég get þetta ekki lengur.“ Hér heyrðum við endursögn barna með sérþarfir eftir hefðbundinn skóladag. Myndbandið er hluti af herferð Öryrkjabandalagsins sem er ætlað að vekja athygli á stöðu barna með sérþarfir í grunnskólum landsins en þriðja hvert barn þarf á einhvers konar stuðningi að halda. Málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt Á grundvelli samninga Sameinuðu þjóðanna skal börnum tryggður réttur til menntunar við sitt hæfi án mismununar vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið telur þennan rétt þverbrotinn í íslensku skólakerfi og er þess krafist að sveitarfélög kynni úrbætur í formi áætlunnar um það hvernig þörfum barna verði mætt. „Ef það verður ekki orðið við þeim þá neyðumst við væntanlega til þess að fara með málið fyrir dómstóla,“ segir Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. Mæður barna með sérþarfir segja að bjóða þurfi upp á sérhæfð úrræði í grunnskólum landsins. „Við erum með lögbundna stöðu námsráðgjafa. Af hverju ekki þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og sálfræðings?“ spyr Alma Björk Ástþórsdóttir, móðir barns með sérþarfir. Sögum barna safnað saman Á Facebook síðunni Sagan okkar er sögum barna á borð við þessar sem við heyrðum áðan safnað saman. „Þetta eru sögur og orð sem börnin hafa sagt við foreldra sína þegar þeim líður hvað verst,“ segir Árdís Rut Einarsdóttir, móðir barns með sérþarfir. „Og það er bara í góðu lagi að samfélagið og stjórnmálafólk fái að hlusta og heyra barnsrödd segja: Ég vil ekki deyja, ég get þetta ekki lengur. Það er ekki bara foreldrarnir sem eiga að fá að heyra þetta,“ segir Alma. Þær skora á stjórnvöld að bregðast við og safna nú undirskriftum. „Á meðan þetta er svona þá eru stjórnvöld að samþykkja að börnum líði illa.“ Eru mannréttindi barna brotin í skólum á Íslandi? „Já því miður,“ segir Daníel. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Grunnskólar Mannréttindi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Innlent Fleiri fréttir „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Hratt vaxandi skjálftavirkni Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Trén fallin Trjáfellingum lokið í Öskjuhlíð og enn er beðið eftir gosi Manni kastað fram af svölum fyrir norðan Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota Skemmdi bíl og stakk svo eigandann meðan sonurinn var í næsta herbergi Vill að sveitarfélögum verði skylt að semja við einkarekna skóla Útköll vegna tveggja vélsleðamanna og stjórnlauss fiskibáts Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Sjá meira