Sport

Dagskráin í dag: Breiðablik í Meistaradeildinni, Pepsi Max deild kvenna og forkeppni Meistaradeildar Evrópu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik mætir færeyska liðinu Klaksvík í Meistaradeildinni í dag.
Breiðablik mætir færeyska liðinu Klaksvík í Meistaradeildinni í dag.

Rásir Stöðvar 2 Sport sýna frá þremur knattspyrnulikjum í dag. Breiðablik mætir færeyska liðinu KÍ Klaksvík í Meistaradeild Evrópu kvenna, Benfica tekur á mótir PSV Eindhoven í forkeppni Meistaradeildarinnar karlameginn og Fylkir og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna.

Viðureign Blika og KÍ Klaksvík byrjar daginn snemma. Útsending hefst klukkan 08:55 og verpur hægt að fylgjast með leiknum á Stöð 2 Sport.

Klukkan 18:50 eigast Benfica frá Portúgal og hollenska liðið PSV Eindhoven í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Stöð 2 Sport 2.

Seinasta útsending dagsins er svo leikur Fylkis og Selfoss í Pepsi Max deild kvenna klukkan 19:05. Selfyssingar eru í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar á meðan að Fylkiskonur reyna að forðast falldrauginn.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar næstu daga má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×