Vísir greindi frá því fyrr í dag að fjórir lykilmenn karlaliðs ÍBV hefðu greinst með kórónaveiruna.
Í framhaldi af því staðfesti Daníel Geir Moritz, formaður ÍBV, í samtali við fótbolti.net að næstu tveimur leikjum liðsins í Lengjudeildinni hafi verið frestað.
Grunur leikur á að fleiri innan hópsins gætu verið smitaðir, og því er allt liðið komið í sóttkví.
Leikirnir tveir sem frestað hefur verið eru útileikir gegn Þór annars vegar, og hinsvegar gegn Fjölni. Eyjamenn eru í harðri baráttu um sæti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili. Liðið er í öðru sæti, sjö stigum fyrir ofan Kórdrengi í því þriðja, sem eiga þó leik til góða.