Dómari leiksins ákvað bara að gefa henni gult spjald þrátt fyrir að Hinds virtist hreinlega slá Keflvíkinginn Arndísi Snjólaugu Ingvarsdóttur í andlitið þegar boltinn var úr leik.
Atvikið varð á 84. mínútu leiksins og má sjá hér fyrir neðan.
ÍBV lenti 2-0 undir í leiknum og voru síðan manni færri frá 68. mínútu eftir að markvörðurinn Guðný Geirsdóttir fékk rautt spjald. Eyjakonur voru orðnar mjög pirraðar undir lok leiksins og það sést vel á framkomu Hinds.
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir sótti þá að henni og kom boltanum í innkast. Hinds snéri sér þá við og setti olnbogann í andlit Arndísar. Boltinn var löngu kominn út af vellinum og Hinds í fullu jafnvægi.
Óli Njáll Ingólfsson, dómari leiksins, gaf henni bara gult spjald fyrir þetta brot sem og dæmi nú hver fyrir sig.