Sport

Dagskráin í dag: Golfið við völd

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rory McIlroy verður í eldlínunni á The Northern Trust vestanhafs.
Rory McIlroy verður í eldlínunni á The Northern Trust vestanhafs. Harry How/Getty Images

Golf er í fyrirrúmi á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en þó eru Pepsi Max mörkin einnig á dagskrá þar sem farið verður yfir nýliðna umferð í Pepsi Max-deild kvenna.

Golf

Fyrsta útsending dagsins er klukkan 10:00. Þá hefst keppni á AIG Women's Open er er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi. Keppni á fyrsta hring hefst í dag og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Golf.

Einnig er keppt á Evrópumótaröð karla þar sem D+D Real Czech Masters mótið fer fram í Tékklandi. Bein útsending frá því hefst klukkan 11:00 á Stöð 2 Sport 4.

Þá hefst The Northern Trust-mótið vestanhafs í dag en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Sýnt er beint frá því frá klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf.

Fótbolti

Pepsi Max mörkin eru á dagskrá klukkan 20:00 þar sem farið verður yfir 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×