Erlent

Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Biden segir að um 50 til 65 þúsund Afganar vilji flýja land með fjölskyldur sínar með hjálp Bandaríkjamanna.
Biden segir að um 50 til 65 þúsund Afganar vilji flýja land með fjölskyldur sínar með hjálp Bandaríkjamanna. getty/Anna Moneymaker

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir að það sé vel hugsan­legt að banda­rískir her­menn verði lengur í Afgan­istan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Banda­ríkja­mönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum í Kabúl síðasta mánu­dag.

For­setinn sagði í við­tali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri stað­ráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valda­töku tali­bana.

Spurður hvort Banda­ríkja­menn úti geti þá reiknað með að banda­rískt her­lið verði úti fram í septem­ber sagði Biden:

„Nei, Banda­ríkja­menn verða að skilja að við erum að reyna að klára brott­flutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn banda­rískir ríkis­borgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“

Ó­ljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Af­gana sem hafa unnið náið með Banda­ríkja­mönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Af­ganar séu að reyna að komast úr landi með fjöl­skyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Banda­ríkja­menn verði að auka í ferðir sínar til og frá flug­vellinum.

Hann var þá spurður í við­talinu hvað hefði farið úr­skeiðis á flug­vellinum á mánu­dag þegar upp­lausn greip um sig. Um 640 Af­ganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 her­flutninga­vél Banda­ríkja­manna sem á­kváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Ein­hverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flug­tak og létu lífið.

„Ég held ekki að þetta hafi verið nein mis­tök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í við­talinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: 

„Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hug­myndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringul­reið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“


Tengdar fréttir

Von­svikinn og leitar svara um mót­töku af­gansks flótta­fólks

Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum.

Heilagir nem­endur í þrjá­tíu ár

Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×