Freyr tók við liðinu í sumar og liðið hefur unnið sex fyrstu mótsleikina undir hans stjórn, fimm í deildinni og einn í bikarnum.
Ofan á flottan sigur þá opnaði Sævar Atli Magnússon markareikninginn sinn eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Sævar kom inn á 82. mínútu og skoraði fjórða mark Lyngby í uppbótatíma en hann hafði komið inn á í leiknum á undan og gefið þá stoðsendingu.
Sævar er því kominn með mark og stoðsendingu þrátt fyrir að hafa bara fengið 37 mínútur samanlagt frá Frey. Það lofar góður þegar hann fær alvöru tækifæri í byrjunarliðinu.
Það var mikil stemmning í Lyngby liðinu eftir leikinn sem og í stuðningsmönnunum í stúkunni. Hér fyrir neðan má sjá Sævar Atla fagna með félögum sínum inn í klefa og líka myndband af stúkunni í miklu stuði í leikslok.
4-2 sejr over Fremad Amager! pic.twitter.com/PIlZ8mmGHs
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 18, 2021