Michael Rummenigge, fyrrum leikmaður Bayern München og Dortmund, býst ekki við Haaland fari til Bayern München heldur í ensku úrvalsdeildina.
Rummenigge á von á því að Haaland og Kylian Mbappe verði fremstu knattspyrnumenn heims næstu árin. Þeir eiga báðir bjarta framtíð að hans mati í baráttu um að vera bestu knattspyrnumenn heims.
Erling Haaland could sign for Liverpool in 2022, says Dortmund icon Michael Rummenigge https://t.co/mc3fkirS14
— Republic (@republic) August 17, 2021
„Við verðum að bíða og sjá hvert Haaland fer eftir þetta tíma. Real og Barca eru í fjárhagsvandræðum og ég gæti ímyndað mér að hann fari til Englands,“ sagði Michael Rummenigge í viðtali við Sport1.
„Pabbi hans spilaði þar líka og ég gæti vel séð fyrir mér að hann endi hjá Liverpool,“ sagði Rummenigge.
Hversu raunhæf þessi ágiskun hans er verður að koma í ljós. Liverpool hefur ekki verið að kaupa mikið af dýrum leikmönnum undanfarin ár og það er ljós að launakröfur Haaland verða rosalegar þar sem að umboðsmaðurinn hans er auðvitað Mino Raiola.
Liverpool hefur líka verið aftur og aftur orðað við Kylian Mbappe sem er annar mjög dýr leikmaður. Þetta hljómar kannski spennandi en er líka afar ólíkleg niðurstaða.
Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino hafa myndað framlínu Liverpool síðustu ár en samningar þeirra allra renna út 30. júní 2023. Það styttist því í það að Liverpool þurfi að taka ákvörðun um framtíð þeirra hjá félaginu.
NEW: Former Borussia Dortmund star Michael Rummenigge has backed Liverpool to complete the signing of Erling Haaland next summer.
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 17, 2021
"I could well imagine Liverpool for Haaland. #awlive [sport 1] pic.twitter.com/EXnoqcjVJ5
Það er almennt talið að Liverpool reyni allt til að semja við Salah sem er einn helsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar. Mane ætti líka að fá nýjan samning.
Hingað til hefur Liverpool einbeitt sér að því að festa menn aftar á vellinum. Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker og Virgil van Dijk hafa allir framlengt samning sína og það er von á nýjum samningi fyrir fyrirliðann Jordan Henderson.