Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 15:44 Enginn búnaður er til að mæla rigningu á Tindstöðinni á toppi Grænlandsjökuls þar sem engar heimildir eru fyrir regni þar. Vísir/Getty Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. Vísindamenn í Tindstöðinni nærri efsta punkti Grænlandsjökuls vöknuðu við regndropa á laugardagsmorgun. Washington Post segir að það komi fyrir að það rigni á jöklinum en engar frásagnir eru af rigningu við hæsta punktinn sem er í meira en 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki var hægt að mæla hversu mikið regn féll þar sem engir úrkomumælar eru í stöðinni enda er ekki gert ráð fyrir rigningu þar. Hitinn við tindinn var yfir frostmarki í um níu klukkustundir samkvæmt Snjó- og ísmiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC). Það er í þriðja skiptið á innan við áratug sem hitinn fer upp fyrir frostmark þar. Á sumum svæðum var allt að átján gráðum hlýrra en vanalega á þessum tíma árs. Hlýindunum fylgdi mikil bráðnun á jöklinum á um 827.000 ferkílómetra svæði þegar mest lét laugardaginn 14. ágúst. Þetta var annar bráðnunaratburðurinn af þessari stærðargráðu í sumar. Þetta er aðeins annað árið þar sem verða tveir bráðnunaratburðir en það gerðist síðast árið 2012. Grænlandsjökull hefur rýrnað mjög vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Massatap hans hefur sexfaldast á undanförnum þrjátíu árum samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í síðustu viku. Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Vísindamenn í Tindstöðinni nærri efsta punkti Grænlandsjökuls vöknuðu við regndropa á laugardagsmorgun. Washington Post segir að það komi fyrir að það rigni á jöklinum en engar frásagnir eru af rigningu við hæsta punktinn sem er í meira en 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki var hægt að mæla hversu mikið regn féll þar sem engir úrkomumælar eru í stöðinni enda er ekki gert ráð fyrir rigningu þar. Hitinn við tindinn var yfir frostmarki í um níu klukkustundir samkvæmt Snjó- og ísmiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC). Það er í þriðja skiptið á innan við áratug sem hitinn fer upp fyrir frostmark þar. Á sumum svæðum var allt að átján gráðum hlýrra en vanalega á þessum tíma árs. Hlýindunum fylgdi mikil bráðnun á jöklinum á um 827.000 ferkílómetra svæði þegar mest lét laugardaginn 14. ágúst. Þetta var annar bráðnunaratburðurinn af þessari stærðargráðu í sumar. Þetta er aðeins annað árið þar sem verða tveir bráðnunaratburðir en það gerðist síðast árið 2012. Grænlandsjökull hefur rýrnað mjög vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Massatap hans hefur sexfaldast á undanförnum þrjátíu árum samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í síðustu viku.
Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01