Innlent

Hoppaði á þaki bifreiða og olli skemmdum

Eiður Þór Árnason skrifar
Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í nótt.
Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í nótt. Vísir/vilhelm

Einstaklingur var handtekinn skömmu fyrir tvö í nótt eftir að hafa hoppað á þaki tveggja bifreiða í miðbæ Reykjavíkur og valdið skemmdum. Einstaklingurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um eld í ökutæki á Kringlumýrarbraut á sjötta tímanum í gær og voru slökkvilið og lögregla send á vettvang. Bifreiðin var dregin burt með dráttarbifreið.´

Tilkynnt var um líkamsárás á Seltjarnarnesi um klukkan eitt í nótt og var þolandi fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá hafði lögregla nokkur af skipti af ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×