Fótbolti

Strembin byrjun Schalke heldur áfram

Valur Páll Eiríksson skrifar
FC Schalke 04 v Vitesse Arnheim - Pre-Season Match Bundesliga GELSENKIRCHEN, GERMANY - JULY 16: Victor Palsson of Schalke 04 during the Club Friendly match between FC Schalke 04 and Vitesse at Parkstadion on July 16, 2021 in Gelsenkirchen, Germany (Photo by Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images)
FC Schalke 04 v Vitesse Arnheim - Pre-Season Match Bundesliga GELSENKIRCHEN, GERMANY - JULY 16: Victor Palsson of Schalke 04 during the Club Friendly match between FC Schalke 04 and Vitesse at Parkstadion on July 16, 2021 in Gelsenkirchen, Germany (Photo by Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images) Joris Verwijst/BSR Agency/Getty Images

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke þurftu að þola 4-1 tap fyrir Jahn Regensburg í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Guðlaugur Victor var að venju í byrjunarliði Schalke sem hefur átt strembna byrjun á leiktíðinni. Liðið hafði unnið einn leik, tapað einum og gert eitt jafntefli í deildinni fyrir leik dagsins.

Jahn Regensburg var andstæðingur dagsins, lið sem var í fallbaráttu á síðustu leiktíð, en hafði fyrir leik dagsins ekki fengið á sig mark og með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Eftir aðeins átta mínútur kom Jan-Niklas Beste Regensburg yfir og 1-0 stóð fyrir heimamenn í hléi. Aftur byrjuðu heimamenn vel eftir hlé en þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Steve Breitkreuz forystu þeirra.

David Otto kom Regensburg 3-0 yfir á 72. mínútu áður en Simon Terodde skoraði sárabótamark fyrir Schalke á 81. mínútu og varð þar með sá fyrsti til að skora gegn Regenborgurum á leiktíðinni.

Fimm mínútum síðar innsiglaði Sarpreet Singh 4-1 sigur Regenburg sem með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Schalke er með fjögur stig eftir fjóra leiki í tólfta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×