Ringulreið við flugvöllinn í Kabúl þar sem minnst tuttugu hafa látist Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2021 08:55 Fjölmargir Afganar biðu nærri Hamid Karzai alþjóðaflugvellinum í gær. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Sjö afganskir borgarar létust nýverið í troðningi við alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Kabúl, að sögn breska hersins. Mikið öngþveiti og örvænting hefur ríkt þar síðustu daga eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Þúsundir keppast við að komast inn á flugvallarsvæðið og yfirgefa landið. Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum. Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Sky News hefur eftir erindreka Atlantshafsbandalagsins að minnst tuttugu hafi látist á og við flugvöllinn síðustu sjö daga. Í yfirlýsingu sem breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun segir að aðstæður á svæðinu séu enn gífurlega erfiðar og reynt sé að hafa hemil á ástandinu. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Liðsmenn breska og bandaríska hersins eru með mikla viðveru á flugvellinum og vinna meðal annars að því að koma íbúum úr landi.Breska varnarmálaráðuneytið Troðningur í 34 stiga hita Á laugardag reyndu breskir og aðrir vestrænir hermenn í fullum herklæðum að hafa stjórn á mannfjöldanum. Sáust þeir meðal annars bera fölleitt fólk út úr mannþrönginni og sprauta vatni á mannþyrpinguna sem barðist við að koma sér inn á flugvöllinn í 34 stiga hita. Þá fékk fólk vatnsflöskur sem það notaði til að hella yfir sig, af því er fram kemur í frétt AP. Nokkuð hefur verið um troðning og meiðsli nálægt flugvellinum seinustu daga, einkum þegar liðsmenn Talibana hafa skotið úr byssum sínum upp í loftið til að reyna að fæla örvæntingarfullt fólk frá því að reyna að flýja landið. Áður hefur verið greint frá því að Afganar hafi látið lífið þegar þeir féllu af vöruflutningaflugvél bandaríska hersins við flugtak. Erfitt hefur reynst að henda reiður á umfang þeirra dauðsfalla og meiðsla sem hafa átt sér stað í ringulreiðinni við flugvöllinn. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum dánartölum.
Afganistan Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00
Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30
Komust líklega á flugvöllinn með því múta Talibönum Engir útlendingar hafa verið teknir höndum af Talibönum en einhverjir hafa þó verið teknir til yfirheyrslu áður en þeir fá að yfirgefa Afganistan að sögn Talibana. 21. ágúst 2021 12:32