Með hausinn í lagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Aden Flint er markahæstur í Championship-deildinni með fjögur skallamörk. Simon Galloway/PA Images via Getty Images Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla. Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira