Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir á Stöð 2 í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir á Stöð 2 í kvöld.

Börn hafa leitað til umboðsmanns barna vegna skipulagðra bólusetninga sem hefjast í Laugardalshöll á morgun. Umboðsmaður segir brýnt að þau geti tekið upplýsta ákvörðun um bólusetningar.

Við fjöllum um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segjum við einnig frá því að dönsk stjórnvöld flugu íslenskri fjölskyldu frá Afganistan í dag. Fjölskyldan er komin til Kaupmannahafnar en utanríkisráðuneytið reynir enn að koma tveimur fjölskyldum heim til Íslands frá Afganistan.

Forsætisráðherra Svíþjóðar mun segja af sér sem ráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust, eftir stormasamt ár. Þá heimsækjum við framtakssama krakka sem reka tíu sjoppur í kofum í Úlfarsárdal og lítum við hjá ákaflega afkastamiklum servíettusafnara í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×