Um ótrúlega björgun Sölva Geirs: Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 09:45 Sölvi Geir setti höfuðið þar sem fæstir þora að setja fæturnar í gær. Vísir/Hulda Margrét Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, var óvænt í stöðu hægri bakvarðar í stórleik Víkings og Vals í Pepsi Max deild karla. Þessi 37 ára gamli leysti það verkefni óaðfinnanlega að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings Pepsi Max Stúkunnar. „Hann var algjörlega frábær. Yfirvegaður á boltanum, fór ekki mikið fram en það var aldrei vesen þegar hann var á boltanum. Það fór enginn framhjá honum, allan leikinn. Hann vann auðvitað sína skallabolta en hann er svo klókur, kemur sér í góðar stöður og þetta atvik þarna er alveg galið. Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn. Hann er óhræddur og bjargar þarna marki,“ sagði fyrrum miðvörðurinn Reynir um frammistöðu Sölva Geirs í 2-1 sigri Víkinga á Íslandsmeisturum Vals. Atvikið sem um er ræðir er þegar Sölvi Geir liggur á marklínunni og hendir sér með höfuðið á undan til að koma í veg fyrir mark. Atvikið má sjá hér að neðan. „Þetta er dirfska á háu stigi hjá Sölva Geir Ottesen, fyrirliða Víkinga. Sjáum hann hér skutla sér á boltann og setja hvirfilinn í hann til þess að bjarga marki. Það má segja að hann hafi lagt allt í sölurnar,“ bætti Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, við er endursýningar af atvikinu rúlluðu. Skulum ekki gleyma að Sölvi Geir lenti í flugslysi á bíl 18 ára en saumaði samt saman trylltan atvinnumannaferil með ónýtt bak og bar eitt sinn fyrirliðaband landsliðsins. Hann hefur verið stríðsmaður frá því ég tók á móti honum í Breiðó '95. Sterkasti gaur sem ég hef kynnst.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 22, 2021 „Arnar (Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga) talaði um það að stundum fær maður svona hugdettur og hann lét af því verða,“ bætti Kjartan Atli við um ákvörðun Arnars að setja Sölva Geir í hægri bakvörðinn. „Yfirleitt þegar Arnari hefur dottið eitthvað í hug á þessu tímabili þá hefur það gengið upp. Ráku margir upp stór augu þegar Ingvar (Jónsson) er allt í einu kominn í markið. Þórður (Ingason) er búinn að standa sig vel en hann var með einhverja maga tilfinningu að núna á endasprettinum ætlaði hann að gefa Ingvari tækifæri. Hann var frábær í dag,“ sagði Reynir í kjölfarið. „Þessi hugmynd – að setja Sölva Geir í hægri bakvörðinn, ég átti ekki von á því. Heimir (Guðjónsson, þjálfari Vals) átti ekki von á því fyrir leikinn. Hann hélt að Kári Árnason yrði á miðjunni eða þeir væru í fimm manna vörn. Þannig að þessir hlutir eru að ganga upp og Sölvi eins og hann er, tekur þessari áskorun og rúllar henni upp með leik upp á tíu,“ sagði Reynir að endingu um magnaða frammistöðu Sölva Geirs. Klippa: Stúkan: Ótrúleg björgun Sölva Geirs Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. 23. ágúst 2021 08:01 Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. 22. ágúst 2021 21:33 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
„Hann var algjörlega frábær. Yfirvegaður á boltanum, fór ekki mikið fram en það var aldrei vesen þegar hann var á boltanum. Það fór enginn framhjá honum, allan leikinn. Hann vann auðvitað sína skallabolta en hann er svo klókur, kemur sér í góðar stöður og þetta atvik þarna er alveg galið. Talandi um að vera stríðsmaður og fórna sér fyrir málstaðinn. Hann er óhræddur og bjargar þarna marki,“ sagði fyrrum miðvörðurinn Reynir um frammistöðu Sölva Geirs í 2-1 sigri Víkinga á Íslandsmeisturum Vals. Atvikið sem um er ræðir er þegar Sölvi Geir liggur á marklínunni og hendir sér með höfuðið á undan til að koma í veg fyrir mark. Atvikið má sjá hér að neðan. „Þetta er dirfska á háu stigi hjá Sölva Geir Ottesen, fyrirliða Víkinga. Sjáum hann hér skutla sér á boltann og setja hvirfilinn í hann til þess að bjarga marki. Það má segja að hann hafi lagt allt í sölurnar,“ bætti Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, við er endursýningar af atvikinu rúlluðu. Skulum ekki gleyma að Sölvi Geir lenti í flugslysi á bíl 18 ára en saumaði samt saman trylltan atvinnumannaferil með ónýtt bak og bar eitt sinn fyrirliðaband landsliðsins. Hann hefur verið stríðsmaður frá því ég tók á móti honum í Breiðó '95. Sterkasti gaur sem ég hef kynnst.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 22, 2021 „Arnar (Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga) talaði um það að stundum fær maður svona hugdettur og hann lét af því verða,“ bætti Kjartan Atli við um ákvörðun Arnars að setja Sölva Geir í hægri bakvörðinn. „Yfirleitt þegar Arnari hefur dottið eitthvað í hug á þessu tímabili þá hefur það gengið upp. Ráku margir upp stór augu þegar Ingvar (Jónsson) er allt í einu kominn í markið. Þórður (Ingason) er búinn að standa sig vel en hann var með einhverja maga tilfinningu að núna á endasprettinum ætlaði hann að gefa Ingvari tækifæri. Hann var frábær í dag,“ sagði Reynir í kjölfarið. „Þessi hugmynd – að setja Sölva Geir í hægri bakvörðinn, ég átti ekki von á því. Heimir (Guðjónsson, þjálfari Vals) átti ekki von á því fyrir leikinn. Hann hélt að Kári Árnason yrði á miðjunni eða þeir væru í fimm manna vörn. Þannig að þessir hlutir eru að ganga upp og Sölvi eins og hann er, tekur þessari áskorun og rúllar henni upp með leik upp á tíu,“ sagði Reynir að endingu um magnaða frammistöðu Sölva Geirs. Klippa: Stúkan: Ótrúleg björgun Sölva Geirs Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. 23. ágúst 2021 08:01 Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. 22. ágúst 2021 21:33 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Sjáðu mörkin er Víkingur jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar Víkingur lagði Íslandsmeistara Val 2-1 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Valsarar voru heppnir að tapa með aðeins einu marki og halda í toppsætið sem stendur þökk sé markatölu. Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem skoruð voru. 23. ágúst 2021 08:01
Arnar Gunnlaugss.: Við vorum með 11 hetjur í kvöld Arnar Gunnlaugsson var heldur betur ánægður með sína menn þegar þeir unnu Valsmenn í toppslag 18. umferðar Pepsi Max deildarinnar. Hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn en einnig hvernig liðið hans er að vaxa og dafna. 22. ágúst 2021 21:33
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað. 22. ágúst 2021 22:05