Lock var einkar vinsæll grínisti á Bretlandi og víðar en hann var valinn besti uppistandarinn á Englandi árið 2000. Hann hefur verið fastagestur á skjám breskra landsmanna um árabil í margskonar spurninga- og grínþáttum.
Hann var meðal annars í þættinum 8 Out of 10 Cats frá 2005 til 2015 og 8 Out of 10 Cats Does Countdown frá 2012 til ársins í ár. Þá var hann reglulega gestur í spurningaþáttunum QI.
Everyone at Chelsea FC is saddened to learn of the passing of Sean Lock.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 18, 2021
Sean was a much-loved comedian, fan of the Blues and a regular at Stamford Bridge. We send our deepest condolences to his family and friends. pic.twitter.com/SHva9fl5ZJ
Hann lést aðeins 58 ára gamall eftir baráttu við krabbamein þann 16. ágúst síðastliðinn og kallaði grínistinn Omid Djalili, sem hefur reglulega unnið með Lock í gegnum tíðina, eftir því að hans yrði minnst af stuðningsmönnum Chelsea.
Djalili greinir frá því á Twitter-síðu sinni að vel hafi verið tekið í uppástunguna enda var Lock mikill stuðningsmaður þeirra bláklæddu og átti ársmiða á Stamford Bridge.
Happy to announce the club agrees and have asked to get the word out. Next home game v @AVFCOfficial next Saturday one minute of applause. I shall not be sitting. Comedians do like a standing ovation. And hopefully @RomeluLukaku9 will score in the 59th. pic.twitter.com/TlUfpLTwph
— Omid Djalili (@omid9) August 21, 2021
Á næsta heimaleik Chelsea, við Aston Villa þann 11. september næst komandi munu stuðningsmenn liðsins klappa í eina mínútu á 58. mínútu sem vísar í aldur Locks við andlát hans.
Chelsea hefur byrjað vel á leiktíðinni og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Liðið sækir Liverpool heim á Anfield um næstu helgi en Liverpool er sömuleiðis með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.