Á leið til Ítalíu en með NBA klásúlu í samningnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:31 Jón Axel í leik með Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Phoenix Suns Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Furtitudo Bologna í efstu deild á Ítalíu í vetur. Hann er þó með NBA klásúlu í samningi sínum við félagið ef lið Vestanhafs skyldu hafa samband. Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is. Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is.
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti