Á leið til Ítalíu en með NBA klásúlu í samningnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:31 Jón Axel í leik með Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Phoenix Suns Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Furtitudo Bologna í efstu deild á Ítalíu í vetur. Hann er þó með NBA klásúlu í samningi sínum við félagið ef lið Vestanhafs skyldu hafa samband. Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is. Körfubolti NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is.
Körfubolti NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira