Þetta staðfestir Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Hann segir að kjöraðstæður hafi verið á ákveðnum stöðum fyrir austan í dag - hlýtt loft, sól, logn og engin hafgola.
„Það hefur verið frekar skýjað á landinu í dag en gat á Austurlandi. Það er hæð yfir Bretlandi og lægð suður af Grænlandi og þessi kerfi eru að beina til okkar hlýjustu tegundina af lofti, ættaðan langt sunnan úr höfum.“
![](https://www.visir.is/i/920723B7D01C3FDBEA2685B2BCC9AC144A7C8E38FCA9AC98C38BD9329C9599E5_713x0.jpg)
Um er að ræða mesta hita á landinu síðan í hitabylgjunni í lok júlí 2008 þegar hitinn fór í 29,7 á Þingvöllum 30. júlí 2008.
Teitur segir að búist sé við að hitinn gæti mögulega orðið enn meiri á þessum slóðum á morgun.
Hitametið á Íslandi er 30,5 gráður Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939.