J. R. Smith fær leyfi til að keppa með skólaliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Náms-/íþróttamaðurinn J. R. Smith. Complex J. R. Smith, fyrrum leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, skráði sig nýverið í háskóla og ákvað að skrá sig í golflið skólans í leiðinni. Hann hefur nú fengið keppnisleyfi og mun því spila með skólaliðinu, NC A&T Aggies, á meðan námi stendur. Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi. Golf Körfubolti Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi.
Golf Körfubolti Mest lesið Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira