Hann var fæddur 19. apríl 1965 og bjó á Selfossi. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn, tengdabörn, tvö barnabörn, móður og systur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Sigurðar.
Í gær var greint frá því að karlmaður á sextugsaldri hefði látist í slysi á byggingarsvæði á Eyrarbakka um klukkan þrjú síðdegis. Lögregla er með tildrög slyssins til rannsóknar.