Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:26 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. vísir/Sigurjón Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Meginvextir Seðlabankans voru í dag hækkaðir um 0,25 prósent og eru nú 1,25 prósent. Seðlabankastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að minnka svigrúmið sem var veitt með hröðum og sögulegum vaxtalækkunum í fyrra þar sem vel hafi tekist að örva hagkerfið. Þetta er önnur vaxtahækkun ársins „Við erum byrjaðir á vaxtahækkunarferli en ég geri mér ekki nákvæmlega grein fyrir hvernig það mun vera,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri aðspurður um næstu skref. Til framtíðar segir hann mögulegt að halda vöxtum lágum með samvinnu stjórnvalda, seðlabankans og aðila vinnumarkaðarins. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag. Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir. Hækkunin var þvert á spár markaðsaðila og forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur hana ótímabæra. Vaxtahækkunin var þvert á spár markaðsaðila.Vísir „Sérstaklega í ljósi þess að verðbólgan er að fara í rétta átt og það er aukin óvissa út af faraldrinum með Delta afbrigðið þannig það lá kannski ekkert á því að fara hækka vextina núna,“ segir Daníel Svavarsson. Hann segir vaxtabreytingar bíta heimilin hraðar en áður nú þegar stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Sem dæmi má nefna að vaxtakostnaður af þrjátíu milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að sjötíu og fimm þúsund krónur á ári við 0,25 prósenta hækkun. „Þannig þetta kemur mjög hratt við budduna hjá heimilum,“ segir Daníel. Hann telur frekari vaxtahækkanir fram undan. „Mér þætti nú ekki ólíklegt að við ættum eftir að sjá 25 til 50 punkta viðbótarhækkun fyrir áramót. en ég á þá frekar von á því að það komi seinna í vetur; í nóvember eða desember.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira