Bylting öryrkjanna er hafin!: Annar hluti María Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2021 07:32 Hvernig ætla Sósíalistar að bylta stöðu öryrkja? Eins og kom fram í fyrri grein minni þá ætla Sósíalistar að leiða öryrkja sjálfa að samningaborðinu en það höfum við til dæmis gert með því að velja öryrkja í töluverðum mæli á alla framboðslista og til að leiða listann í Suðvesturkjördæmi. Við tökum nefnilega heilshugar undir slagorð ÖBÍ „Ekkert um okkur án okkar”. Auk þess að tala fyrir okkur sjálf þá höfnum við starfsgetumati og krefjumst þess að grunn örorkulífeyrir sé hækkaður í samræmi við almennt verðlag og vísitöluhækkanir auk viðmiða um lágmarkslaun en einnig að látið verði af ómanneskjulegum skerðingum og hætt verði með öllu að skattleggja fátækt eins og gert hefur verið í krafti nýfrjálshyggjunnar síðustu áratugi. Húsnæðismál og skortstefna ríkis og sveitarfélaga Húsnæðismál á Íslandi hafa verið stórkostlega óeðlileg undanfarna áratugi nýfrjálshyggjunnar og hefur fólk þurft að bíða svo árum skiptir á biðlistum eftir félagslegu húsnæði sem sveitarfélögin halda úti í mjög takmörkuðu magni. Þannig hefur i fátækt fatlað fólk ekki bara verið jaðarsett með því að vera nær eini hópurinn sem fær félagslegt húsnæði eftir langa bið heldur hefur sama skortstefna haldið húsnæðismarkaðnum í hrammi nýfrjálshyggjunnar þar sem verðhækkanir eru endalausar og hvorki þak á húsaleigu né aðrar hömlur. Okur-leigufélög hafa stýrt verðinu á markaðnum og séð til þess að eignalausir öryrkjar ná ekki endum saman. Þessu viljum við Sósíalistar breyta með því að koma aftur á félagslega reknu húsnæðiskerfi í ætt við verkamannabústaðina eða „verkó” eins og það hefur verið kallað. Sósíalistar vilja byggja upp 3.000 íbúðir á ári næstu tíu árin, íbúðir sem væru á kjörum sem öryrkjar og láglaunafólk réði við, hvort heldur til kaups eða leigu. Þetta yrði gjörbylting á velferð og kjörum almennings í landinu enda dýrt að halda hér uppi fátækt og örbirgð en lág laun og strit á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði leiða oftar en ekki til örorku. Skilyrðislaus grunnþjónusta Hugmyndir fólks um svokölluð borgaralaun eða skilyrðislausa grunninnkomu eru góðar og gildar í sjálfu sér en sú hætta er fyrri hendi að innan kapítalísks kerfis étist upp sá sá fjárrhagsleggi stuðningurrinn sem veittur er með til dæmis hækkunum á húsaleigu og annari gjaldheimtu. Þess vegna er mun eðlilegra að hefja slíkan stuðning með skilyrðislausri grunnþjónustu.Þannig ættu almenningssamgöngur að vera einmitt það: Samgöngur fyrir almenning og vera fólki að kostnaðarlausu. Sósíalistar vilja slíka skilyrðislausa grunnþjónustu sem birtist í slíku samgöngukerfi en einnig endurgjaldslausu skólakerfi fríum skólamáltíðum endurgjaldslausu heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Heilbrigðiskerfið okkar skiptir gríðarlegu máli fyrir öryrkja sem eiga ekki að þurfa að beygja sig undir einhverskonar kostnaðarmeðvitund sem svo í praxís kemur langmest niður á léttri pyngju þeirra sjálfra. Heilbrigðisþjónusta ætti að vera innifalin í skattkerfi okkar Íslendinga og biðlistum eftir greiningum og aðgerðurm þarf að útrýma. Þá þarf að tryggja mun betri samfellu í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að heilsugæslunni því veikt fólk á aldrei að þurfa að verða lyfjalaust eða fá ekki tíma hjá heimilislækni fyrr en eftir dúk og disk. Það er vel hægt og þarf að sjálfsögðu að gera skurk í því að auka fjármagn til heilbrigðismála almennt, bæði spítalanna um land allt sem og heilsugæslunnar. Það þarf að skipuleggja heilbrigðiskerfið í samvinnu við velferðarþjónustuna þannig að veikt fólk hafi þjónustufulltrúa sem upplýsi fólk um réttindi sín, vísi þeim veginn og tali þeirra máli innan kerfisins.Slík þjónusta þekkist vel sumstaðar erlendis svo sem í Danmörku. Það að öryrkjar þurfi að greiða stóran hluta af sínum litlu tekjum í heilbrigðis- og lyfjakostnað eða í hjálpartæki og þurfa að neita sér á sama tíma um tannlækningar og fleira er með öllu óásættanlegt. Það er líka óásættanlegt að öryrkjar verði af styrkjum sem þeir eiga rétt á, svo sem bílakaupastyrk eða öðru, vegna upplýsingaskorts eða sambandsleysi við Trygginastofnun. Sósíalistar vilja auk þess ekki að akstri svo sem sjúkrabílaakstri og akstri með fatlað fólk sé útvistað og fyrir hann innheimt en sjúkraflutningur kostar tugi þúsunda og akstur með ferðaþjónustu fatlaðra getur hlaupið á mörgum tugum þúsunda af lágum örorkulífeyri. Þá skipta hlutir sem viðkoma öryrkjum og þeirra réttindastöðu í stjórnarskránni sem og lögfesting og innleiðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks miklu máli. Það er ekki nóg að samningurinn sé bara lögfestur heldur þarf einnig að innleiða hann formlega svo hægt sé að gera kröfu á ríkið um að sinna málum öryrkja í raun en ekki skilja fjölskyldur fatlaðra eftir með byrðarnar eins og oft vill verða í dag. Þjónusta eins og NPA þjónusta er ekki full fjármögnuð og í togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. Aðgengismál og búsetumál fatlaðra eru í ólestri en auk þess eru gríðarlegir vankantar á stuðningi við geðfatlað fólk og aldrei rætt um tímamótaskýrslu sameinuðu þjóðanna á Geðheilbrigði frá 2017 en tryggja þarf réttindi geðfatlaðra með tilheyrandi þjónustu bæði bráðaþjónustu og langtíma úrræði og stuðning. Við viljum innleiða nýju stjórnarskrána og sjá til þess að virku stjórnlagaþingi sé komið á svo réttarstaða fatlaðs fólks og almennings alls sé tryggð í gegnum dómskerfið. Það er óásættanlegt að stjórnarskrárbreytingar stoppi vegna vanhæfi alþingis. Það er almennings að semja stjórnarskrá og þingmanna sem þjóna almenningi að sjá til þess að henni sé fylgt. Komum í veg fyrir ofbeldi gegn fötluðu fólki Líkt og með heilbrigðiseftirliti og barnaverndarnefnd þarf að koma hér upp stofnun sem hefur eftirlit með ofbeldismálum og sérhæfir sig í að grípa inn í aðstæður þar sem ofbeldi hefur fengið að þrífast. Samkvæmt rannsóknum er fatlað fólk í einna mestri hættu á að verða fyrir mismunun og ofbeldi, hvort heldur sem er líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Sósíalistar hafa lagt fram tilboð að slíkri stofnun en ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi í dag er þekkt og sorgleg staðreynd. Slík eftirlitsstofnun mun sinna fræðslumálum svo tryggt sé að þeir sem vinni með og fyrir fatlað fólk hafi þekkingu og kunnáttu til að greina ofbeldið og komið sé í veg fyrir að þeir eða aðrir beiti skjólstæðinga sína ofbeldi. Menntamál og endurhæfing Fólk á örorku þarf að hafa ráðrúm til að geta sinnt endurhæfingu sinni, hafa eitthvað fyrir stafni til að forðast einangrun og geta lifað í samfélagi sem endurspeglar raunverulega velferð. Það þarf einnig að eiga þess kost að geta menntað sig og endurmenntað og fá að reyna sig á vinnumarkaði án þess að verða refsað fjárhagslega og skuldsett fyrir vikið. Fólk sem verður fyrir örorku er oft með þung námslán á bakinu enda eru öryrkjar fólk úr öllum stéttum sem hrapar gjarnan niður í fátækt við slys eða veikindi. Öryrkjar ættu með réttu að fá námslán sín felld niður í samræmi við tekjuöflun og ef forsendan fyrir atvinnunni sem tengdist náminu er brostin. Markmið Sósíalistaflokksins er að leggja niður skólagjöld á öllum námsstigum og greiða námsmönnum laun í stað lána en í núverandi kerfi ættu öryrkjar að geta tekið námslán fyrir skólagjöldum og/eða fá þau felld niður til að eiga þess kost að mennta til jafns við aðra ef geta þess leyfir. Aðgengi að námi þarf að vera í fullkomnu lagi, hvort heldur er um að ræða leikskóla, grunnskóla, menntaskóla eða háskóla. Jafnrétti til náms er ekki tryggt í íslenska menntakerfinu í dag þrátt fyrir lagasetningu þess efnis en sem dæmi má nefna að ekki allar skólastofur Háskóla Íslands hafa aðgengi fyrir hjólastól. Það að laga kjaramál öryrkja sem nú skrapa botninn í fæðukeðju Íslendinga er eitt það mikilvægasta sem þarf að gera í okkar samfélagi en fátækt er dýr fyrir samfélagið á svo ótal marga vegu. Sósíalismi er grunnurinn að allri réttindabaráttu sem hefur skapað eitthvað gott í okkar samfélagi og ekkert samfélag hefur farið á hliðina við það að gera of vel við sín minnstu systkin. Kapítalískir flokkar standa gegnöllum slíkum breytingum og reyna jafnvel að snúa umræðunni á haus með því að tala um getu en ekki vangetu, frelsi launatekjufólks og hvernig þeir vilji “bara gefa fólki tækifæri til að gera sitt besta”. Kapítalískir flokkar ýja að orðatiltækinu „ þú uppskerð eins og þú sáir” þegar umræða um bág kjör öryrkja á sér stað og miðjan vill halda áfram að plástra meingallað kerfið og gæta þess að halda alltaf í ákveðna kapítalíska hornklofa til að eiga von um völd í samvinnu við hægrið. Þetta gerir það að verkum að jöfnuðurinn afbakast og kjör okkar og réttindi ná aldrei neinni framvindu. Velferð fatlaðs fólks og langveikra er í húfi og okkar allra sem getum hvenær sem er veikst eða slasast. Við sósíalistar höfum verið hörð stjórnarandstaða utan þings en innan þings munun við verða byltingin. Kjósum Sósíalista, kjósum málsvara öryrkja á þing í haust! Setjum því X við J þann 25. september n.k. og byltum réttindabaráttu öryrkja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands og leiðir framboðslista hans í suðvesturkjördæmi (Kraganum). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Félagsmál Tengdar fréttir Bylting öryrkjanna er hafin! Það þarf varla að tiltaka aðkomu Sósíalista að stofnun velferðarkerfisins á sínum tíma en það átti að verða það besta í heimi þannig að þjóðin gæti með stolti sýnt fram á að hún tryggði velferð þeirra veikustu. 18. ágúst 2021 15:31 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvernig ætla Sósíalistar að bylta stöðu öryrkja? Eins og kom fram í fyrri grein minni þá ætla Sósíalistar að leiða öryrkja sjálfa að samningaborðinu en það höfum við til dæmis gert með því að velja öryrkja í töluverðum mæli á alla framboðslista og til að leiða listann í Suðvesturkjördæmi. Við tökum nefnilega heilshugar undir slagorð ÖBÍ „Ekkert um okkur án okkar”. Auk þess að tala fyrir okkur sjálf þá höfnum við starfsgetumati og krefjumst þess að grunn örorkulífeyrir sé hækkaður í samræmi við almennt verðlag og vísitöluhækkanir auk viðmiða um lágmarkslaun en einnig að látið verði af ómanneskjulegum skerðingum og hætt verði með öllu að skattleggja fátækt eins og gert hefur verið í krafti nýfrjálshyggjunnar síðustu áratugi. Húsnæðismál og skortstefna ríkis og sveitarfélaga Húsnæðismál á Íslandi hafa verið stórkostlega óeðlileg undanfarna áratugi nýfrjálshyggjunnar og hefur fólk þurft að bíða svo árum skiptir á biðlistum eftir félagslegu húsnæði sem sveitarfélögin halda úti í mjög takmörkuðu magni. Þannig hefur i fátækt fatlað fólk ekki bara verið jaðarsett með því að vera nær eini hópurinn sem fær félagslegt húsnæði eftir langa bið heldur hefur sama skortstefna haldið húsnæðismarkaðnum í hrammi nýfrjálshyggjunnar þar sem verðhækkanir eru endalausar og hvorki þak á húsaleigu né aðrar hömlur. Okur-leigufélög hafa stýrt verðinu á markaðnum og séð til þess að eignalausir öryrkjar ná ekki endum saman. Þessu viljum við Sósíalistar breyta með því að koma aftur á félagslega reknu húsnæðiskerfi í ætt við verkamannabústaðina eða „verkó” eins og það hefur verið kallað. Sósíalistar vilja byggja upp 3.000 íbúðir á ári næstu tíu árin, íbúðir sem væru á kjörum sem öryrkjar og láglaunafólk réði við, hvort heldur til kaups eða leigu. Þetta yrði gjörbylting á velferð og kjörum almennings í landinu enda dýrt að halda hér uppi fátækt og örbirgð en lág laun og strit á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði leiða oftar en ekki til örorku. Skilyrðislaus grunnþjónusta Hugmyndir fólks um svokölluð borgaralaun eða skilyrðislausa grunninnkomu eru góðar og gildar í sjálfu sér en sú hætta er fyrri hendi að innan kapítalísks kerfis étist upp sá sá fjárrhagsleggi stuðningurrinn sem veittur er með til dæmis hækkunum á húsaleigu og annari gjaldheimtu. Þess vegna er mun eðlilegra að hefja slíkan stuðning með skilyrðislausri grunnþjónustu.Þannig ættu almenningssamgöngur að vera einmitt það: Samgöngur fyrir almenning og vera fólki að kostnaðarlausu. Sósíalistar vilja slíka skilyrðislausa grunnþjónustu sem birtist í slíku samgöngukerfi en einnig endurgjaldslausu skólakerfi fríum skólamáltíðum endurgjaldslausu heilbrigðiskerfi sem allir hafa aðgang að. Heilbrigðiskerfið okkar skiptir gríðarlegu máli fyrir öryrkja sem eiga ekki að þurfa að beygja sig undir einhverskonar kostnaðarmeðvitund sem svo í praxís kemur langmest niður á léttri pyngju þeirra sjálfra. Heilbrigðisþjónusta ætti að vera innifalin í skattkerfi okkar Íslendinga og biðlistum eftir greiningum og aðgerðurm þarf að útrýma. Þá þarf að tryggja mun betri samfellu í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að heilsugæslunni því veikt fólk á aldrei að þurfa að verða lyfjalaust eða fá ekki tíma hjá heimilislækni fyrr en eftir dúk og disk. Það er vel hægt og þarf að sjálfsögðu að gera skurk í því að auka fjármagn til heilbrigðismála almennt, bæði spítalanna um land allt sem og heilsugæslunnar. Það þarf að skipuleggja heilbrigðiskerfið í samvinnu við velferðarþjónustuna þannig að veikt fólk hafi þjónustufulltrúa sem upplýsi fólk um réttindi sín, vísi þeim veginn og tali þeirra máli innan kerfisins.Slík þjónusta þekkist vel sumstaðar erlendis svo sem í Danmörku. Það að öryrkjar þurfi að greiða stóran hluta af sínum litlu tekjum í heilbrigðis- og lyfjakostnað eða í hjálpartæki og þurfa að neita sér á sama tíma um tannlækningar og fleira er með öllu óásættanlegt. Það er líka óásættanlegt að öryrkjar verði af styrkjum sem þeir eiga rétt á, svo sem bílakaupastyrk eða öðru, vegna upplýsingaskorts eða sambandsleysi við Trygginastofnun. Sósíalistar vilja auk þess ekki að akstri svo sem sjúkrabílaakstri og akstri með fatlað fólk sé útvistað og fyrir hann innheimt en sjúkraflutningur kostar tugi þúsunda og akstur með ferðaþjónustu fatlaðra getur hlaupið á mörgum tugum þúsunda af lágum örorkulífeyri. Þá skipta hlutir sem viðkoma öryrkjum og þeirra réttindastöðu í stjórnarskránni sem og lögfesting og innleiðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks miklu máli. Það er ekki nóg að samningurinn sé bara lögfestur heldur þarf einnig að innleiða hann formlega svo hægt sé að gera kröfu á ríkið um að sinna málum öryrkja í raun en ekki skilja fjölskyldur fatlaðra eftir með byrðarnar eins og oft vill verða í dag. Þjónusta eins og NPA þjónusta er ekki full fjármögnuð og í togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. Aðgengismál og búsetumál fatlaðra eru í ólestri en auk þess eru gríðarlegir vankantar á stuðningi við geðfatlað fólk og aldrei rætt um tímamótaskýrslu sameinuðu þjóðanna á Geðheilbrigði frá 2017 en tryggja þarf réttindi geðfatlaðra með tilheyrandi þjónustu bæði bráðaþjónustu og langtíma úrræði og stuðning. Við viljum innleiða nýju stjórnarskrána og sjá til þess að virku stjórnlagaþingi sé komið á svo réttarstaða fatlaðs fólks og almennings alls sé tryggð í gegnum dómskerfið. Það er óásættanlegt að stjórnarskrárbreytingar stoppi vegna vanhæfi alþingis. Það er almennings að semja stjórnarskrá og þingmanna sem þjóna almenningi að sjá til þess að henni sé fylgt. Komum í veg fyrir ofbeldi gegn fötluðu fólki Líkt og með heilbrigðiseftirliti og barnaverndarnefnd þarf að koma hér upp stofnun sem hefur eftirlit með ofbeldismálum og sérhæfir sig í að grípa inn í aðstæður þar sem ofbeldi hefur fengið að þrífast. Samkvæmt rannsóknum er fatlað fólk í einna mestri hættu á að verða fyrir mismunun og ofbeldi, hvort heldur sem er líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu. Sósíalistar hafa lagt fram tilboð að slíkri stofnun en ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi í dag er þekkt og sorgleg staðreynd. Slík eftirlitsstofnun mun sinna fræðslumálum svo tryggt sé að þeir sem vinni með og fyrir fatlað fólk hafi þekkingu og kunnáttu til að greina ofbeldið og komið sé í veg fyrir að þeir eða aðrir beiti skjólstæðinga sína ofbeldi. Menntamál og endurhæfing Fólk á örorku þarf að hafa ráðrúm til að geta sinnt endurhæfingu sinni, hafa eitthvað fyrir stafni til að forðast einangrun og geta lifað í samfélagi sem endurspeglar raunverulega velferð. Það þarf einnig að eiga þess kost að geta menntað sig og endurmenntað og fá að reyna sig á vinnumarkaði án þess að verða refsað fjárhagslega og skuldsett fyrir vikið. Fólk sem verður fyrir örorku er oft með þung námslán á bakinu enda eru öryrkjar fólk úr öllum stéttum sem hrapar gjarnan niður í fátækt við slys eða veikindi. Öryrkjar ættu með réttu að fá námslán sín felld niður í samræmi við tekjuöflun og ef forsendan fyrir atvinnunni sem tengdist náminu er brostin. Markmið Sósíalistaflokksins er að leggja niður skólagjöld á öllum námsstigum og greiða námsmönnum laun í stað lána en í núverandi kerfi ættu öryrkjar að geta tekið námslán fyrir skólagjöldum og/eða fá þau felld niður til að eiga þess kost að mennta til jafns við aðra ef geta þess leyfir. Aðgengi að námi þarf að vera í fullkomnu lagi, hvort heldur er um að ræða leikskóla, grunnskóla, menntaskóla eða háskóla. Jafnrétti til náms er ekki tryggt í íslenska menntakerfinu í dag þrátt fyrir lagasetningu þess efnis en sem dæmi má nefna að ekki allar skólastofur Háskóla Íslands hafa aðgengi fyrir hjólastól. Það að laga kjaramál öryrkja sem nú skrapa botninn í fæðukeðju Íslendinga er eitt það mikilvægasta sem þarf að gera í okkar samfélagi en fátækt er dýr fyrir samfélagið á svo ótal marga vegu. Sósíalismi er grunnurinn að allri réttindabaráttu sem hefur skapað eitthvað gott í okkar samfélagi og ekkert samfélag hefur farið á hliðina við það að gera of vel við sín minnstu systkin. Kapítalískir flokkar standa gegnöllum slíkum breytingum og reyna jafnvel að snúa umræðunni á haus með því að tala um getu en ekki vangetu, frelsi launatekjufólks og hvernig þeir vilji “bara gefa fólki tækifæri til að gera sitt besta”. Kapítalískir flokkar ýja að orðatiltækinu „ þú uppskerð eins og þú sáir” þegar umræða um bág kjör öryrkja á sér stað og miðjan vill halda áfram að plástra meingallað kerfið og gæta þess að halda alltaf í ákveðna kapítalíska hornklofa til að eiga von um völd í samvinnu við hægrið. Þetta gerir það að verkum að jöfnuðurinn afbakast og kjör okkar og réttindi ná aldrei neinni framvindu. Velferð fatlaðs fólks og langveikra er í húfi og okkar allra sem getum hvenær sem er veikst eða slasast. Við sósíalistar höfum verið hörð stjórnarandstaða utan þings en innan þings munun við verða byltingin. Kjósum Sósíalista, kjósum málsvara öryrkja á þing í haust! Setjum því X við J þann 25. september n.k. og byltum réttindabaráttu öryrkja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokk Íslands og leiðir framboðslista hans í suðvesturkjördæmi (Kraganum).
Bylting öryrkjanna er hafin! Það þarf varla að tiltaka aðkomu Sósíalista að stofnun velferðarkerfisins á sínum tíma en það átti að verða það besta í heimi þannig að þjóðin gæti með stolti sýnt fram á að hún tryggði velferð þeirra veikustu. 18. ágúst 2021 15:31
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar