„Maður má ekki vera að væla um djammið, en við þurfum djamm“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 20:15 Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, og Jón Bjarni Snorrason, formaður Nemendafélags Borgarholtsskóla. Stöð 2/Sigurjón Menntaskólanemum finnst að verið sé að svipta þá æskunni, en ljóst er að böll munu ekki falla undir 500 manna sitjandi viðburði með hraðprófi. Stjórnvöld eru að gleyma okkur, segir unga fólkið, sem telur þar að auki að skortur á félagslífi geti komið niður á námsárangri þeirra. Rúmt eitt og hálft ár er síðan Menntaskólinn í Reykjavík hélt síðast ball. Þrátt fyrir háleitar vonir um takmarkalaust haust eftir takmarkalaust sumar með köflum, er ljóst að ekki stefnir í fjölmennt skemmtanahald í vetur. „Við finnum öll fyrir mjög miklu vonleysi af því að það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Svo eru einhverjar reglur, þar sem afléttingar eiga sér stað, við verðum spennt fyrir því og horfum björtum augum til framtíðar. En svo er einhvern veginn hver skellur á fætur öðrum sem kemur og hindrar,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir, inspector scholae við MR. Svipt æskunni Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, telur að hans aldurshópur sé sá sem hafi farið einna verst út úr faraldrinum. Kynslóð foreldra hans hafi jú vissulega þurft að vinna heima og annað slíkt, en í hans tilviki sé um að ræða ár sem komi aldrei aftur. „Þetta eru þrjú ár sem við viljum nýta nokkuð vel. Þetta eru árin sem fólk talar um bestu ár æskunnar. Þetta er æskan. Og æskan sem við munum bara aldrei fá upplifða. Og böllin og djammið eru hluti af æskunni, eða hvað? „Að sjálfsögðu,“ segir Agnar Már. Jón Bjarni Snorrason formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla segir að unga fólkið gleymist þegar litið er til hagsmuna ólíkra hópa; í þeirra hlut komi að mæta bara í skólann og vera þunglynd. „Það er engin skömm í því. Maður þarf djammið. Það er svo stór partur af framhaldsskóla. Maður má ekkert vera að væla um djammið, en við þurfum djamm. Þannig er það, það er hvatning fyrir náminu og allir eru að missa áhuga á náminu af því að það er ekkert djamm,“ segir Jón Bjarni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir inspector scholae við Menntaskólann í Reykjavík.Stöð 2/Sigurjón Jón Bjarni hvetur til þess að menntaskólanemum verði gert heimilt að halda böll með hraðprófum fyrirfram og 1.000 manna hámarki. Reglugerðin gerir ráð fyrir slíkum undanþágum, en aðeins fyrir sitjandi viðburði, eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn benti á í samtali við fréttastofu. Vonandi er að þá verði bót í máli að framhaldsskólanemar hafa kost á að fjölmenna á Söngvakeppni framhaldsskólanna, eins og Víðir sagði að væri inni í myndinni. Sólrún Dögg óttast að áhrif þess að félagslíf framhaldsskólanna sé lamað geti orðið þau að þar endi á að fara í gegnum heila skólagöngu kynslóðir sem aldrei öðlist reynslu af því að reka virkt félagslíf. Þannig geti mikilvæg þekking sem erfist kynslóð eftir kynslóð glatast. Er ekki smá skondið að 16-22 ára fá ekki að mæta á ball þótt þau skila inn skyndiprófi? 1000 testaðir stálhraustir unglingar að missa sig smá getur ekki verið það hræðilegt?— Jón Bjarni (@jonbjarni14) August 26, 2021 Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Rúmt eitt og hálft ár er síðan Menntaskólinn í Reykjavík hélt síðast ball. Þrátt fyrir háleitar vonir um takmarkalaust haust eftir takmarkalaust sumar með köflum, er ljóst að ekki stefnir í fjölmennt skemmtanahald í vetur. „Við finnum öll fyrir mjög miklu vonleysi af því að það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt. Svo eru einhverjar reglur, þar sem afléttingar eiga sér stað, við verðum spennt fyrir því og horfum björtum augum til framtíðar. En svo er einhvern veginn hver skellur á fætur öðrum sem kemur og hindrar,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir, inspector scholae við MR. Svipt æskunni Agnar Már Másson, forseti Framtíðarinnar, telur að hans aldurshópur sé sá sem hafi farið einna verst út úr faraldrinum. Kynslóð foreldra hans hafi jú vissulega þurft að vinna heima og annað slíkt, en í hans tilviki sé um að ræða ár sem komi aldrei aftur. „Þetta eru þrjú ár sem við viljum nýta nokkuð vel. Þetta eru árin sem fólk talar um bestu ár æskunnar. Þetta er æskan. Og æskan sem við munum bara aldrei fá upplifða. Og böllin og djammið eru hluti af æskunni, eða hvað? „Að sjálfsögðu,“ segir Agnar Már. Jón Bjarni Snorrason formaður nemendafélagsins í Borgarholtsskóla segir að unga fólkið gleymist þegar litið er til hagsmuna ólíkra hópa; í þeirra hlut komi að mæta bara í skólann og vera þunglynd. „Það er engin skömm í því. Maður þarf djammið. Það er svo stór partur af framhaldsskóla. Maður má ekkert vera að væla um djammið, en við þurfum djamm. Þannig er það, það er hvatning fyrir náminu og allir eru að missa áhuga á náminu af því að það er ekkert djamm,“ segir Jón Bjarni. Sólrún Dögg Jósefsdóttir inspector scholae við Menntaskólann í Reykjavík.Stöð 2/Sigurjón Jón Bjarni hvetur til þess að menntaskólanemum verði gert heimilt að halda böll með hraðprófum fyrirfram og 1.000 manna hámarki. Reglugerðin gerir ráð fyrir slíkum undanþágum, en aðeins fyrir sitjandi viðburði, eins og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn benti á í samtali við fréttastofu. Vonandi er að þá verði bót í máli að framhaldsskólanemar hafa kost á að fjölmenna á Söngvakeppni framhaldsskólanna, eins og Víðir sagði að væri inni í myndinni. Sólrún Dögg óttast að áhrif þess að félagslíf framhaldsskólanna sé lamað geti orðið þau að þar endi á að fara í gegnum heila skólagöngu kynslóðir sem aldrei öðlist reynslu af því að reka virkt félagslíf. Þannig geti mikilvæg þekking sem erfist kynslóð eftir kynslóð glatast. Er ekki smá skondið að 16-22 ára fá ekki að mæta á ball þótt þau skila inn skyndiprófi? 1000 testaðir stálhraustir unglingar að missa sig smá getur ekki verið það hræðilegt?— Jón Bjarni (@jonbjarni14) August 26, 2021
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11 Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. 26. ágúst 2021 14:11
Aflétting aðgerða: 500 mega koma saman ef þátttakendur framvísa niðurstöðum hraðprófs Engar takmarkanir verða á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum þegar nýjar sóttvarnareglur taka gildi. Þá mega 200 koma saman á íþróttaæfingum og á veitingahúsum og skemmtistöðum. Aðgerðirnar eiga að taka gildi 28. ágúst næstkomandi og gilda í þrjár vikur. 26. ágúst 2021 11:45