Meðallaun hækkað um 204 prósent frá árinu 2000 Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Meiri sveiflur eru í launaþróun hér á landi en annars staðar sé þróunin mæld á föstu verðlagi og í sama gjaldmiðli. Vísir/vilhelm Meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum á árunum 2000 til 2020 samkvæmt tölum OECD. Það er mun meiri hækkun en í nálægum löndum en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil. Vinnumarkaður Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Þá er meðalhækkun 81% á hinum Norðurlöndunum, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) sem samanstendur af 30 aðildarríkjum hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 5,8% á þessum 20 árum að meðaltali. Á sama tíma hafa þau að jafnaði hækkað um 3% á ári á hinum Norðurlöndunum. „Sé litið á mestu og minnstu árlegar breytingar kemur í ljós að Ísland skorar hæst í báðum tilvikum. Tekjur hækkuðu um 12,9% hér á landi á árinu 2006 og lækkuðu um 15,4% á árinu 2009. Írland kemur næst okkur hvað mestu árshækkun varðar, en engin þjóð nálgast okkur með mestu árslækkun,“ segir í Hagsjánni. Samanburðurinn breytist þegar miðað er við sömu mynt Ef samanburðurinn er gerður í sömu mynt og upphæðum umbreytt í bandaríkjadali breytist myndin og skýrist það að stórum hluta af óvenjumiklum gengissveiflum hér á landi. Meðalbreyting á ári í dölum á þessu tímabili var einungis 1,3% og er Ísland í fjórða sæti þar meðal þeirra þjóða sem samanburðurinn nær til. Launabreytingar voru þannig meiri í bæði Noregi og Svíþjóð en hér á þessu tímabili reiknað í dölum. Meðallaun einna hæst hér á landi Samkvæmt OECD voru ársmeðallaun á Íslandi um 67.500 Bandaríkjadalir árið 2020 og voru þau 16% hærri en í Danmörku þar sem launin voru næst hæst á Norðurlöndunum. „Af þeim löndum sem hér eru skoðuð voru launin einungis hærri í Bandaríkjunum og Lúxemborg, en þessi tvö lönd og Ísland eru í nokkrum sérflokki. Staðan var mjög svipuð á árinu 2000. Þá var Ísland í þriðja sæti af þessum þjóðum og með 16% hærri laun en í Danmörku sem var næst hæst Norðurlandanna. Meðallaun í Svíþjóð og Finnlandi eru svo aftur nokkuð lægri en í Danmörku og Noregi.“ Ekki er horft til þess hvort mismunandi þróun vinnutíma hafi haft áhrif á samanburðinn en Hagfræðideildin telur ólíklegt að þau áhrif séu mikil.
Vinnumarkaður Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira