Dyrum Cösu Christi lokað og MR-ingar fá inn í Dómkirkjunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 18:18 Dyr Cösu Christi munu loka endanlega vegna óásættanlegrar aðstöðu. Vísir/Vilhelm MR-ingar munu ekki nema í húsinu Casa Christi í vetur. Úttekt var gerð á húsinu og skýrslu um ástand þess skilað fyrir skólabyrjun í haust og varð þá ljóst að ekki sé boðlegt að kenna í húsinu. Nemendur þurfi því að leita yfir Lækjargötuna í von um kennslu. Annað húsnæði skólans er nýtt í ystu æsar. Kennt verður í öllum rýmum, meðal annars íþróttahúsi, hátíðarsal og á Íþökuloftinu. Þá verða sérstofur nýttar og nokkur minni rými. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Elísabet Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík sendi á nemendur og foreldra í gær. „Eins og okkur grunaði er ástand hússins [Casa Cristi] mjög bágborið, enda höfum við bent á að löngu sé orðið tímabært að framkvæmdir byrji á nýrri húsbyggingu í stað þessa húss. Ekki er boðlegt að kenna í húsinu og því þurftum við á einungis nokkrum dögum að finna lausn til að við gætum tekið á móti öllum nýnemum,“ segir í póstinum. Nokkuð hafi þá borið á því frá því að skóli hófst að nemendur séu nú þegar í sóttkví og búast megi við að nemendur og starfsmenn muni í vetur þurfa að fara í sóttkví. Sú staða geti vel komið upp að breyta þurfi kennslu skyndilega í fjarkennslu. „Því brýni ég það fyrir öllum að búa svo um hnútana að menn gangi úr skugga um að hafa búnað til að geta farið yfir í fjarnám.“ Í húsnæði Dómkirkjunnar verður lesaðstaða fyrir nemendur MR, sem opnar næstkomandi mánudag. Lesaðstaðan er í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Tjörnina og verður hún opin nemendum á virkum dögum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Þjóðkirkjan Tengdar fréttir MR-ingar hlakka til að losna við Cösu Christi Fagna áformum um nýbyggingar á MR-reitnum, sem margir hafa mótmælt. 4. febrúar 2016 15:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Annað húsnæði skólans er nýtt í ystu æsar. Kennt verður í öllum rýmum, meðal annars íþróttahúsi, hátíðarsal og á Íþökuloftinu. Þá verða sérstofur nýttar og nokkur minni rými. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Elísabet Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík sendi á nemendur og foreldra í gær. „Eins og okkur grunaði er ástand hússins [Casa Cristi] mjög bágborið, enda höfum við bent á að löngu sé orðið tímabært að framkvæmdir byrji á nýrri húsbyggingu í stað þessa húss. Ekki er boðlegt að kenna í húsinu og því þurftum við á einungis nokkrum dögum að finna lausn til að við gætum tekið á móti öllum nýnemum,“ segir í póstinum. Nokkuð hafi þá borið á því frá því að skóli hófst að nemendur séu nú þegar í sóttkví og búast megi við að nemendur og starfsmenn muni í vetur þurfa að fara í sóttkví. Sú staða geti vel komið upp að breyta þurfi kennslu skyndilega í fjarkennslu. „Því brýni ég það fyrir öllum að búa svo um hnútana að menn gangi úr skugga um að hafa búnað til að geta farið yfir í fjarnám.“ Í húsnæði Dómkirkjunnar verður lesaðstaða fyrir nemendur MR, sem opnar næstkomandi mánudag. Lesaðstaðan er í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Tjörnina og verður hún opin nemendum á virkum dögum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Þjóðkirkjan Tengdar fréttir MR-ingar hlakka til að losna við Cösu Christi Fagna áformum um nýbyggingar á MR-reitnum, sem margir hafa mótmælt. 4. febrúar 2016 15:07 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
MR-ingar hlakka til að losna við Cösu Christi Fagna áformum um nýbyggingar á MR-reitnum, sem margir hafa mótmælt. 4. febrúar 2016 15:07