Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2021 22:05 Voðinn er vís fyrir (of) ungt fólk sem vill komast inn á skemmtistaði. Vísir/Egill Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni. „Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri. Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
„Þetta getur girt algerlega fyrir það varðandi stafrænu skírteinin,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, um nýtt forrit frá island.is. Þar verður hægt að skanna rafræn skilríki fólks með QR-kóða. „Fólk er enn að leika sér að gömlu plastskírteinunum og það er hægt ef viljinn er fyrir hendi þó að það sé ólöglegt, að villa á sér heimildir og falsa skírteinin. En með þessu erum við að gera stafrænu skírteinin miklu öryggari en þessi hefðbundnu úr plasti. Fólk hefur auðvitað núna enga leið til að staðfesta þau þegar þau eru sýnd,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu.Vísir/Egill Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi á Prikinu, segir að dyraverðir hafi í rauninni hætt að taka við rafrænum ökuskírteinum vegna þess hve gífurlega algengt var að fólk væri að eiga við þau. Þegar forritið verður aðgengilegt almenningi á næstu vikum eða mánuðum sér Prikið fram á að geta tekið skírteinin aftur gild. „Það væri náttúrulega æðisleg leið til að sanntryggja skilríkin og að aldurinn sé réttur hjá viðkomandi. Þangað til er erfitt að sjá hvort þetta sé satt eða ekki þegar kemur að þessum rafrænu skilríkjum. Við höfum verið að fara fram á allt frá vegabréfum til harðspjalda ökuskírteina og nafnskírteina. Margir sem hafa vaðið fyrir neðan sig mæta á skemmtanalífið og taka með sér gamla góða vegabréfið eða fæðingarvottorðið, liggur við,“ segir Geoffrey. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Andri segir ekki loku fyrir það skotið að ungmenni sem hafi verið að eiga sjö dagana sæla með vel fölsuðum rafrænum skilríkjum undanfarið verði nú fyrir vonbrigðum. „Þá er það nú bara þannig. Ég bara biðla til þeirra að hugsa aðeins betur um hvað þau eru að gera. Það er náttúrulega bara þannig að alveg eins og það er hægt að ganga yfir á rauðu ljósi, þá er það bannað,“ segir Andri.
Stafræn þróun Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01 Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. 19. júní 2021 09:01
Stafræn ökuskírteini líta dagsins ljós Stafræn ökuskírteini voru formlega kynnt til sögunnar á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. 1. júlí 2020 11:15