Trúlofaðist æskuástinni og stakk svo af til Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2021 07:00 Dani Rhodes hefur komið sterk inn í lið Þróttar. stöð 2 Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur slegið í gegn með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm deildarleikjum og eitt mark í einum bikarleik, en hún segist aldrei gleyma vikunni þegar hún ákvað að koma til Íslands. „Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
„Það var í raun sama dag og ég hætti hjá liðinu sem ég æfði með í Bandaríkjunum. Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði að það væri lið á Íslandi sem vantaði framherja, einhver hefði meiðst og þau vildu fá bandarískan framherja,“ sagði Dani Rhodes í samtali við Henry Birgi á Stöð 2. Dani er uppalin í Wisconsin en hún lék með Chicago Red Stars áður en hún ákvað að koma til Íslands. Hún segist hafa verið að leita að tækifæri til að spila í Evrópu. „Þetta var sama dag og ég var að leita að tækifæri og mig langaði að spila einhversstaðar í Evrópu. Það gekk upp og þetta var tveggja og hálfs mánaðar samningur. Það var nógu stuttur samningur til að ég væri til í tuskið,“ sagði Dani. Dani skorar fyrir Þrótt gegn Þór/KA.vísir/hulda margrét „Þetta kom á síðustu stundu og ég kom fimm dögum eftir ákvörðunina. Ég var spennt fyrir þessu og ég þekkti nokkrar stelpur sem spila í deildinni og höfðu gaman af svo ég ákvað að grípa tækifærið.“ Dani segist einnig vera opin fyrir því að koma aftur á næsta ári og spila á Íslandi. „Já, ég myndi tvímælalaust taka það til athugunar. Ég er ekki lokuð fyrir neinu og ég vil halda áfram að spila fótbolta. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar þá er ég opin fyrir því.“ Aðeins nokkrum dögum áður en Dani kom til Íslands trúlofaðist hún æskuástinni sinni. Unnusti hennar heiti T.J. Watt og spilar með Pittsburgh Steelers í NFL deildinni í amerískum fótbolta. Dani segist varla hafa séð sinn heittelskaða síðan hún trúlofaðist honum. Dani trúlofaðist T.J. Watt skömmu áður en hún fór til Íslands.getty/Ian Johnson „Þetta var villt vika, alger klikkun. Ég trúlofaðist fjórum dögum áður en ég kom hingað og ég skrifaði undir samninginn tveim dögum þar áður svo það var brjálað að gera þessa viku. Ég hef ekki enn getað fagnað þessu því ég byrjaði strax að pakka niður og kom svo til Íslands,“ sagði Dani. „Ég verð bara að fagna þegar ég kem aftur heim. En þetta var æðisleg vika því ég skrifaði ndir samninginn, trúlofaðist og kom svo hingað. Þetta hefur verið æðislegt, mjög spennandi og ég er spennt að fara heim og fagna með fjölskyldunni eftir smá tíma.“ Viðtalið við Dani Rhodes má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík NFL Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira