Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögreglan hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi við rannsókn málsins. Hjúkrunarfræðingurinn, sem er konan á sextugsaldri, var úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri sem lést fyrr í þessum mánuði en lögreglu grunar að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma.
Lögreglan verst alla fregna vegna rannsóknar málsins sem og Landspítalinn sem tilkynnti málið til lögreglu.