Fótbolti

Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi

Sindri Sverrisson skrifar
Rúmenar komu til Íslands í fyrrahaust og töpuðu þá í undanúrslitum umspils um sæti á EM.
Rúmenar komu til Íslands í fyrrahaust og töpuðu þá í undanúrslitum umspils um sæti á EM. vísir/Hulda margrét

Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“.

Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor fjallar meðal annars um hneykslið og segir frá því að Guðni Bergsson hafi hætt sem formaður KSÍ eftir að hafa verið sakaður um að leyna upplýsingum um áreitni og kynferðisbrot leikmanna.

Fyrirsögn Gazeta um málið sem skekur KSÍ. Því er lýst sem risahneyksli.Skjáskot/gsp.ro

Gazeta segir frá því að einn lykilmanna íslenska liðsins hafi þurft að víkja sæti úr hópnum sem mætir Rúmeníu á fimmtudaginn. Það sé vegna árásar á ungan konu í september árið 2017. Eins og fram hefur komið er sá leikmaður Kolbeinn Sigþórsson og ákvað stjórn KSÍ að hann yrði ekki í landsliðshópnum.

Miðillinn Pro Sport fjallar einnig um málið og veltir upp þeirri spurningu hvort að Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Cluj í Rúmeníu, hafi verið rekinn úr íslenska hópnum. Í yfirlýsingu frá KSÍ segir að Rúnar hafi dregið sig úr hópnum vegna meiðsla og af persónulegum ástæðum.


Tengdar fréttir

Öfgar og Bleiki fíllinn boða til mótmæla gegn KSÍ

Aðgerðahóparnir Öfgar öfgar og Bleiki fíllinn hafa boðað til mótmæla næstkomandi fimmtudag vegna máls KSÍ. Hóparnir segja að öll stjórn KSÍ verði að segja af sér, ekki aðeins formaður sambandsins.

Stjórn KSÍ tók Kol­bein út úr hópnum vegna miska­bóta­málsins

Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×