Þetta staðfestir Lárus L. Blöndal, forseti sambandsins í samtali við fréttastofu. Hann segir óvíst hvort sambandið muni tjá sig um mál KSÍ að fundi loknum.
Stjórn Íslensks toppfótbolta, ÍTF, krefst þess að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og stjórn sambandsins stígi frá borði. Jafnramt vill ÍTF að boðað verði til auka ársþings til að endurheimta traust innan knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ.