Krónan afnemur grímuskyldu Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2021 19:49 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Aðsend Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu. Almenn grímuskylda tók gildi á ný í lok júlímánaðar í rýmum þar sem sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðarmörk. Fyrst var nokkur óvissa um hvort grímuskyldan ætti við í verslunum en rekstraraðilar matvöruverslana tóku sig saman og kölluðu eftir því að viðskiptavinir bæru grímu. Í tilkynningu frá Krónunni eru viðskiptavinir og starfsfólk beðin um að huga áfram að eins metra nálægðarreglunni og hvött til að nýta sér sótthreinsispritt í verslununum. Öllum sé að sjálfsögðu áfram velkomið að bera grímur. Krónan í Austurveri í Reykjavík.Krónan Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að starfsfólk muni sem fyrr sjá til þess að hugað sé að sóttvörnum í hvívetna. „Grímuskyldu var komið á í sumar þegar meiri óvissa ríkti í samfélaginu varðandi útbreiðslu COVID. Nú teljum við að viðskiptavinir og starfsfólk okkar sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki – og að 1m fjarlægðartakmörk sé auðvelt að virða í okkar verslunarrýmum. Áfram verður lögð mikil áhersla á annars konar sóttvarnir í okkar verslunum svo sem aukin þrif og notkun sótthreinsispritts á milli afgreiðslna. Við hvetjum að sjálfsögðu enn til grímunotkunar en leggjum það í hendur viðskiptavina og starfsfólks að meta hvort grímur séu nýttar í verslunum okkar eða ekki,“ segir Ásta Sigríður í tilkynningu. Uppfært 1. september 2021: Ásta Sigríður ræddi ákvörðunina í Bítinu í morgun. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Almenn grímuskylda tók gildi á ný í lok júlímánaðar í rýmum þar sem sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðarmörk. Fyrst var nokkur óvissa um hvort grímuskyldan ætti við í verslunum en rekstraraðilar matvöruverslana tóku sig saman og kölluðu eftir því að viðskiptavinir bæru grímu. Í tilkynningu frá Krónunni eru viðskiptavinir og starfsfólk beðin um að huga áfram að eins metra nálægðarreglunni og hvött til að nýta sér sótthreinsispritt í verslununum. Öllum sé að sjálfsögðu áfram velkomið að bera grímur. Krónan í Austurveri í Reykjavík.Krónan Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að starfsfólk muni sem fyrr sjá til þess að hugað sé að sóttvörnum í hvívetna. „Grímuskyldu var komið á í sumar þegar meiri óvissa ríkti í samfélaginu varðandi útbreiðslu COVID. Nú teljum við að viðskiptavinir og starfsfólk okkar sé orðið þaulvant að meta sjálft hvenær þörf sé á grímu og hvenær ekki – og að 1m fjarlægðartakmörk sé auðvelt að virða í okkar verslunarrýmum. Áfram verður lögð mikil áhersla á annars konar sóttvarnir í okkar verslunum svo sem aukin þrif og notkun sótthreinsispritts á milli afgreiðslna. Við hvetjum að sjálfsögðu enn til grímunotkunar en leggjum það í hendur viðskiptavina og starfsfólks að meta hvort grímur séu nýttar í verslunum okkar eða ekki,“ segir Ásta Sigríður í tilkynningu. Uppfært 1. september 2021: Ásta Sigríður ræddi ákvörðunina í Bítinu í morgun.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira