Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2021 07:40 Hluti þingmanna ríkisþings Texas mótmæltu nýju lögunum harðlega fyrr í sumar. AP Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira