Danir kláruðu Skota snemma á Parken

Valur Páll Eiríksson skrifar
Simon Kjær og félagar hafa ekki enn fengið á sig mark í undankeppninni.
Simon Kjær og félagar hafa ekki enn fengið á sig mark í undankeppninni. EPA-EFE/Peter Dejong

Daniel Wass kom Dönum yfir á 14. mínútu leiksins með marki eftir stoðsendingu frá Pierre-Emile Höjbjerg, miðjumanni Tottenham. Minna en mínútu síðar tvöfaldaði Joakim Mæhle, bakvörður Atalanta á Ítalíu, forystu Dana eftir stoðsendingu Mikkels Damsgaard.

Eftir þá fjörugu byrjun urðu mörkin ekki fleiri. Danir unnu leikinn 2-0 og eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins og eiga enn eftir að fá á sig mark.

Ísrael, sem vann 4-0 sigur á Færeyjum, þar sem Eran Zahavi, framherji PSV, skoraði þrennu og Munas Dabbour eitt, eru í öðru sæti með sjö stig. 

Skotar eru í fjórða sæti með fimm stig en Færeyjar eru með eitt stig í botnsæti riðilsins.

Austurríki og Moldóva áttust einnig við í kvöld en leikur þeirra hófst síðar en átti að vera og stendur enn yfir. Fréttin verður uppfærð þegar úrslit liggja fyrir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira