Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru látnir fara frá Árbæjarfélaginu eftir 7-0 tap í síðasta leik. Fylkir er í næstneðsta sæti Pepsi Max-deildar karla.
Rúnar Páll semur við Fylki út tímabilið og fær það verðuga verkefni að bjarga félaginu frá falli í þeim þremur leikjum sem eftir eru.
Rúnar var síðast þjálfari Stjörnunnar en hann hætti mjög óvænt með liðið í vor.
Fylkir á eftir að spila við KA, ÍA og Val. Liðið er einu stigi á eftir HK sem er í tíunda sæti deildarinnar.