Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2021 17:52 Árshlutareikningur Sýnar var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Sýn Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira