Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2021 17:52 Árshlutareikningur Sýnar var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Sýn Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira