Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2021 09:57 Tveir eftirlitsmenn eru þegar að störfum hjá Strætó. Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta. Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta.
Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira