Arnar Þór: Erum rosalega spenntir fyrir þessum hópi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2021 13:01 Arnar Þór Viðarsson á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm Þrátt fyrir allt kveðst Arnar Þór Viðarsson spenntur fyrir leiknum gegn Rúmeníu í kvöld og ungum hópi karlalandsliðsins í fótbolta. Leikurinn í kvöld er fyrsti heimaleikur Íslendinga í undankeppni HM 2022. Ísland er í 5. sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld, Norður-Makedóníu á sunnudaginn og Þýskalandi á miðvikudaginn. Leikirnir hafa þó eðlilega fallið í skuggann af atburðum síðustu daga. Á blaðamannafundi á þriðjudaginn sagði Arnar Þór að hann gæti ekki gert kröfu á hámarks árangur í leikjunum þremur og hann færi aðallega fram á að menn stæðu saman og leggðu sig alla fram. „Það sem ég sagði stendur enn en það er samt þannig að maður þarf að finna réttu leiðina að ná leikmönnum í rétt spennustig og rétta einbeitingu. Auðvitað viljum við vinna leikinn en við reynum að einblína á af hverju við erum hérna. Og við erum hérna af því okkur finnst þetta ógeðslega skemmtilegt, að spila fótbolta. Þetta er vinnan þeirra og vinnan mín og ég þarf að sinna henni af bestu getu eins og þeir,“ sagði Arnar Þór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Klippa: Arnar Þór um leikinn gegn Rúmeníu Landsliðshópur Íslands er talsvert yngri en undanfarin ár og Arnar Þór segir mikið spunnið í yngri leikmenn liðsins. „Við erum rosalega spenntir fyrir þessum hópi því það eru rosalega margir ungir og efnilegir leikmenn í honum. Þetta er lið í þróun og þegar við tókum við vissum við að þetta yrði erfitt en við gátum ekki spáð fyrir um hvar við erum akkúrat núna. En þetta eru strákar sem ég hef rosalega mikla trú á, hvort sem þeir eru átján ára eða 38 ára,“ sagði Arnar Þór. „Við gerum kröfu til sjálfs okkar, sem leikmenn og þjálfarar, að gefa allt sem við eigum inni á vellinum og við viljum vinna. En við erum að þróa nýtt lið. Við vitum að Kári Árnason er ekki að fara að spila næstu þrjú ár þannig við þurfum að vera tilbúnir með næstu leikmenn og þessir ungu verða einhvern tímann að fá leiki og mínútur til að geta tekið skref fram á við, alveg eins og fyrri kynslóðir hafa gert.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Leikurinn í kvöld er fyrsti heimaleikur Íslendinga í undankeppni HM 2022. Ísland er í 5. sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld, Norður-Makedóníu á sunnudaginn og Þýskalandi á miðvikudaginn. Leikirnir hafa þó eðlilega fallið í skuggann af atburðum síðustu daga. Á blaðamannafundi á þriðjudaginn sagði Arnar Þór að hann gæti ekki gert kröfu á hámarks árangur í leikjunum þremur og hann færi aðallega fram á að menn stæðu saman og leggðu sig alla fram. „Það sem ég sagði stendur enn en það er samt þannig að maður þarf að finna réttu leiðina að ná leikmönnum í rétt spennustig og rétta einbeitingu. Auðvitað viljum við vinna leikinn en við reynum að einblína á af hverju við erum hérna. Og við erum hérna af því okkur finnst þetta ógeðslega skemmtilegt, að spila fótbolta. Þetta er vinnan þeirra og vinnan mín og ég þarf að sinna henni af bestu getu eins og þeir,“ sagði Arnar Þór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Klippa: Arnar Þór um leikinn gegn Rúmeníu Landsliðshópur Íslands er talsvert yngri en undanfarin ár og Arnar Þór segir mikið spunnið í yngri leikmenn liðsins. „Við erum rosalega spenntir fyrir þessum hópi því það eru rosalega margir ungir og efnilegir leikmenn í honum. Þetta er lið í þróun og þegar við tókum við vissum við að þetta yrði erfitt en við gátum ekki spáð fyrir um hvar við erum akkúrat núna. En þetta eru strákar sem ég hef rosalega mikla trú á, hvort sem þeir eru átján ára eða 38 ára,“ sagði Arnar Þór. „Við gerum kröfu til sjálfs okkar, sem leikmenn og þjálfarar, að gefa allt sem við eigum inni á vellinum og við viljum vinna. En við erum að þróa nýtt lið. Við vitum að Kári Árnason er ekki að fara að spila næstu þrjú ár þannig við þurfum að vera tilbúnir með næstu leikmenn og þessir ungu verða einhvern tímann að fá leiki og mínútur til að geta tekið skref fram á við, alveg eins og fyrri kynslóðir hafa gert.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira