Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Embættið hyggst ekki gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.
Leit hófst upp úr hádegi í dag eftir að félagar mannsins misstu við hann símasamband en hann var á leið á Strandartind. Minnst sextíu björgunarsveitarmenn af Austurlandi og Norðurlandi eystra tóku þátt í leitinni. Hún náði yfir erfitt svæði sem einkennist af klettum og bröttum hömrum.
Í tilkynningu þakkar lögreglan fyrir aðstoð björgunarsveita sem fór fram við erfiðar aðstæður.