Fordómafullir stuðningsmenn komust á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 21:01 Sterling þurfti að sitja undir allskyns ófögnuði úr stúkunni. Laszlo Szirtesi - The FA/The FA via Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði ungverskra stuðningsmanna í garð leikmanna enska karlalandsliðsins í fótbolta í leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM 2022 á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöld. Stuðningsmenn gátu mætt á völlinn þrátt fyrir áhorfendabann Ungverja. Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið. HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Jude Bellingham og Raheem Sterling kváðust báðir hafa orðið fyrir barðinu á stuðningsmönnum Ungverja í leiknum í gærkvöld. England vann leikinn 4-0 en það er stærsta tap Ungverja á heimavelli í sögu undankeppninnar. Leikmenn Englendinga voru einnig grýttir á leiknum þar sem bjórglösum og allskyns smáhlutum var fleygt úr stúkunni og þá var einnig blysi hent inn á völlinn. HEADSTRONG. pic.twitter.com/mkVi1oLed6— Raheem Sterling (@sterling7) September 3, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur harðlega gagnrýnt athæfi ungversku stuðningsmannana, sem og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bellingham setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hann sagði: „Þakka ykkur fyrir allar stuðningskveðjunar. Þetta er hluti af leiknum og verður það þar til almennilegar refsingar verða teknar upp af þeim sem valdið hafa. Við getum ekki leyft hatrinu að sigra, og brosum þangað til.“ Thank you for all the messages of support from last night. Part of the game and always will be until proper punishments are put in place by those with the power. We can t let hate win, keep smiling! pic.twitter.com/nP3zarQBQk— Jude Bellingham (@BellinghamJude) September 3, 2021 Í áhorfendabanni en samt ekki Ungverjar voru dæmdir í þriggja leikja áhorfendabann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, eftir hatursfull skilaboð stuðningsmanna liðsins í garð samkynhneigðra á leikjum sem fram fóru á Puskás-vellinum á EM í sumar. Stuðningsmenn gátu þrátt fyrir það komið á leik Ungverja við England í gær þar sem leikurinn heyrir undir FIFA en ekki UEFA, þar sem um undankeppni heimsmeistaramótsins er að ræða. Leikurinn er því tæknilega séð á vegum FIFA og var bann UEFA því ekki í gildi. Bæði sambönd hafa sætt gagnrýni vegna þess. Þar á meðal frá samtökum sem berjast gegn kynþáttaníði í fótbolta, en samtökin Kick it Out og Show Racism the Red Card hafa bæði harðlega gagnrýnt að stuðningsmenn hafi verið leyfðir á leiknum. Nú eiga Ungverjar yfir höfði sér bann frá FIFA til viðbótar við UEFA-bannið.
HM 2022 í Katar Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti